Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 11:31 Framtíð hvalveiða á Íslandi er í höndum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Vísir/Einar Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust. Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í skriflegu svari ráðuneytis er umsagnafjöldinn staðfestur. Ekki hefur náðst í Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í dag. Annasamt er á þingi hjá henni að sögn aðstoðarmanns hennar Bjarka Hjörleifssonar. Í síðustu viku tjáði Bjarkey fréttastofu að hún hafi ekki viljandi beðið fram yfir kosningar með ákvörðun sína. Ákvörðun „kunni að liggja fyrir í næstu viku“ sem nú er hálfnuð. Þá, þann 28. maí, var loks kallað eftir umsögnum stofnana og hagaðila. Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun eru þær stofnanir sem skiluðu umsögnum. Þá skiluðu sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit umsögnum sömuleiðis. Þeir hagaðilar sem skiluðu umsögn eru eftirfarandi: Samtök ferðaþjónustunnar Hvalaskoðunarsamtök Íslands Dýraverndarsamband Íslands Samtök um dýravelferð á Íslandi Náttúruverndarsamtök Íslands Landvernd Félag kvikmyndagerðarmanna Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Verkalýðsfélag Akraness Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna Hvalavinir „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar í samtali við fréttastofu í lok maímánaðar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Bjarkey kvaðst ósammála því, hún vilji gefa sér tíma í að fara yfir umsókn Hvals hf. þar sem veiðarnar standi á tímamótum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30 Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. 23. maí 2024 11:30
Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 22. maí 2024 18:30