„Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2024 17:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. „Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“ Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira