Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júní 2024 11:56 Bryndis Haraldsdóttir formaður allsherjar-og menntamálanefndar en fundi nefndarinnar var skyndilega frestað í morgun þar sem útlendingafrumvarpið var á dagskrá. Bergþór Ólason telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. Vísir Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31