Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Deilt var um hvort skemmdir hefðu orðið á lakki bílsins fyrir eða eftir þrif fyrirtæksins. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna. Neytendur Bílar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Bíllinn, sem er mattur, fór í alþrif og bón í september 2023 og greiddi eigandinn rúmar ellefu þúsund krónur fyrir þjónustuna. Í úrskurðinum er haft eftir eiganda bílsins að hugsi alltaf vel um bílinn sinn. Hann hafi verið lítið keyrður og ávallt geymdur í lokaðri bílageymslu. Þegar eigandinn hafi sótt bílinn hafi hann strax orðið var við skemmdir á lakki hans. Eigandinn gerði athugasemdir við fyrirtækið vegna þess og í kjölfarið var honum boðið að fara með bílinn aftur í svokallaða „mössun“ honum að kostnaðarlausu. Hann þáði það, en þjónustan hafi ekki borið neinn árangur. Tryggingafélag eigandans hafi beðið hann um að fara með bílinn í skoðun. Sá sem skoðaði bílinn taldi lakkið hafa orðið fyrir efnabruna vegna notkunar á röngum efnum við þrifin. Líklegt væri að felguhreinsi eða felgusýru hafi verið sprautað á bílinn. Þá myndu lagfæringar kosta tæplega 1,6 milljónir króna. Segja skemmdirnar hafa verið til staðar fyrir þrifin Þrifafyrirtækið hafnaði hins vegar ábyrgð og sagði ásökun eiganda bílsins tilhæfulausa og ósannaða. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er haft eftir fyrirtækinu að það telji að skemmdirnar hafi verið á bílnum áður en það þreif og bónaði bílinn. Vísað var til þess að skemmdirnar væru undir ysta lagi lakksins og að það bendi til þess að þær hafi komið fram áður en ysta lagið hafi verið sett á. Bílasápan sem notuð hafi verið sé viðurkenndi og innihaldi engin efni sem gætu valdið tjóni eða efnabruna. Fyrirtækið hafi þrifið fjölda bíla með mattri áferð með sama efni án þess að það valdi nokkrum skaða á lakki. Þá var tekið fram af hálfu fyrirtækisins að það að bjóða upp á fría „mössun“ hafi ekki verið nein viðurkenning á brotinu. Tjónið sjáist vel Í úrskurðinum segir að fjöldi ljósmynda sýni bílinn í núverandi ástandi. Tjónið sé þónokkuð að umfangi og sjáist vel berum augum. Því er lýst sem „taumum og skellum“ víða í lakkinu. Eigandi bílsins lagði fram myndefni, ljósmynd og myndband, sem var tekið skömmu áður, í sama mánuði, og hann fór með bílinn í þrifin. Í úrskurðinum er fullyrt að ekki megi greina skemmdir á lakkinu af ljósmyndinni né myndbandinu. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að eigandi bílsins hefði rennt nægjanlega miklum stoðum undir það að skemmdirnar hafi orðið við þrifin og bónið. Ljóst sé að eigandinn hafi kvartað strax undan tjóninu. Útskýringar fyrirtækisins um að efnin sem notið voru við þrifin innihaldi ekki ætandi efni nægja ekki að sögn nefndarinnar, enda sé ekki sannað að þau efni hafi verið notið. Þá segir að fullyrðingar um að skemmdirnar séu undir ysta lagi lakksins en ekki á lakkinu sjálfi standist ekki að mati sérfræðings. Líkt og áður segir úrskurðaði nefndin að fyrirtækið skyldi greiða rétt tæplega 1,6 milljónir króna.
Neytendur Bílar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira