Tóbak markaðssett fyrir ungt fólk Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:01 Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni. Í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á skaðlegum áhrifum markaðssetningar tóbaksframleiðenda á ungmenni. Tugir milljóna ungmenna á aldrinum 13-15 ára nota einhverja tegund tóbaks, þar af um 4 milljónir í Evrópu. Tóbaksframleiðendur reyna að finna nýja viðskiptavini í stað þeirra sem látast eða hætta tóbaksnotkun. Vöruþróun tóbaksframleiðenda og auglýsingaaðferðir höfða til barna og ungmenna, einkum gegnum samfélagsmiðla og streymisveitur. Þetta ógnar bæði heilsu þeirra og velferð. Lagasetning og forvarnaraðgerðir til að stemma stigu við nýjum tóbaks- og nikótínvarningi eru oft langt á eftir aðgerðum framleiðenda tóbaks. Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Gert er ráð fyrir að um 13% ungmenna í Evrópu noti rafsígarettur samanborið við 2% fullorðinna. Í sumum ríkjum Evrópu er rafsígarettunotkun ungmenna mun algengari en sígarettunotkun. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það, fyrir utan langvinna vanheilsu og veikindi. Tóbak drepur á heimsvísu yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er sú orsök sjúkdómsins sem helst er hægt er að koma í veg fyrir. Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Tóbaksframleiðendur hafa einbeittan ásetning til að selja ungu fólki lífshættulegar vörur, sem auk þess eru ávanabindandi og valda fíkn. Þeir sem standa að alþjóðlega tóbakslausa deginum 31. maí 2024 hvetja ríkisstjórnir og þá sem berjast gegn tóbaksnotkun til að vernda unga fólkið fyrir skefjalausri ásókn framleiðenda tóbaks og til að láta þá bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni. Í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á skaðlegum áhrifum markaðssetningar tóbaksframleiðenda á ungmenni. Tugir milljóna ungmenna á aldrinum 13-15 ára nota einhverja tegund tóbaks, þar af um 4 milljónir í Evrópu. Tóbaksframleiðendur reyna að finna nýja viðskiptavini í stað þeirra sem látast eða hætta tóbaksnotkun. Vöruþróun tóbaksframleiðenda og auglýsingaaðferðir höfða til barna og ungmenna, einkum gegnum samfélagsmiðla og streymisveitur. Þetta ógnar bæði heilsu þeirra og velferð. Lagasetning og forvarnaraðgerðir til að stemma stigu við nýjum tóbaks- og nikótínvarningi eru oft langt á eftir aðgerðum framleiðenda tóbaks. Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Gert er ráð fyrir að um 13% ungmenna í Evrópu noti rafsígarettur samanborið við 2% fullorðinna. Í sumum ríkjum Evrópu er rafsígarettunotkun ungmenna mun algengari en sígarettunotkun. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það, fyrir utan langvinna vanheilsu og veikindi. Tóbak drepur á heimsvísu yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er sú orsök sjúkdómsins sem helst er hægt er að koma í veg fyrir. Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Tóbaksframleiðendur hafa einbeittan ásetning til að selja ungu fólki lífshættulegar vörur, sem auk þess eru ávanabindandi og valda fíkn. Þeir sem standa að alþjóðlega tóbakslausa deginum 31. maí 2024 hvetja ríkisstjórnir og þá sem berjast gegn tóbaksnotkun til að vernda unga fólkið fyrir skefjalausri ásókn framleiðenda tóbaks og til að láta þá bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun