Auður í krafti karla Halla Tómasdóttir skrifar 30. maí 2024 11:30 Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð. Ávextir verkefnisins blómstra enn í dag í rekstri fyrirtækjanna sem urðu til, í tengslanetum kvenna frá þessum árum og síðast en ekki síst í krafti þeirra ungu stúlkna sem tóku þátt í FramtíðarAuðar hluta verkefnisins og deginum Dæturnar með í vinnuna. Mikilvægust finnst mér þó viðhorfsbreytingin sem varð með tilkomu þessa verkefnis. Fleiri áttuðu sig á því að virkjun kvenkraftsins er einfaldlega efnahagslegt framfaramál fyrir okkur öll. Ég trúi á kynjajafnvægi og tel að markmið okkar eigi að vera að virkja alla okkar krafta til gagns og góðra verka. Það er lykillinn að velsæld, friðsæld og sjálfbærri þróun samfélaga. Við eigum enn langt í land með að ná kynjajafnvægi í forystu fyrirtækja og þjóða, og megum ekki missa sjónar af því mikilvæga markmiði. En nú er jafnframt brýnt að beina sjónum að stöðu drengja og karla í okkar samfélagi þar sem ákveðinn vandi virðist vera kynbundinn. Rannsóknir sýna að 700-800 drengir ljúka grunnskólanámi á ári án þess að verða þokkalega læsir. Þeir geta jafnvel ekki parað saman myndir eða setningar. Þriðjungur fimmtán ára drengja er í þessari stöðu í dag, og er það tvöfalt hærra en hjá stúlkum í sama árgangi og hefur farið hækkandi síðustu ár. Brotthvarf ungra karla á aldrinum 18-24 ára úr námi og starfsþjálfun er mest hér á landi meðal Evrópuþjóða, eða um 22%. Þrír af hverjum tíu drengjum hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og einungis þriðjungur brautskrifaðra úr háskólum eru karlar. Sú staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum hefur þó ekki haft þau áhrif á að málið sé tekið föstum tökum. Við virðumst líka eiga Evrópumet í greiningum og notkun hegðunarlyfja og þriðjungur drengja og ungra karla horfir á klám á hverjum degi, 40% þeirra teljast stórneytendur. Áhyggjur af aukinni þátttöku ungra drengja í fjárhættuspilun hafa verið að koma fram, ekki síst hjá íþróttahreyfingunni. Hvað verður um þennan hóp drengja, hvar eru þeir og hver er staða þeirra? Ég tel mikilvægt að þessi mál séu krufinn til mergjar. Það gengur ekki að svo margir drengir finni sig ekki í þeim kerfum sem talið er að séu búin til og sniðin að þörfum þeirra. Það er hætta á að hluti þessa hóps muni upplifa sig jaðarsetta og finni ekki leiðina til þess að tilheyra íslensku samfélagi, leiti jafnvel í neyslu vímuefna, glæpa og vanvirkni. Því verður að afstýra. Margir ungir menn hafa á undanförnum árum látist um aldur fram vegna ofskömmtunar ýmissa vímuefna. Þar má minna á ópíóíðafaraldurinn, sem hefur ekki farið mjúkum höndum um íslenskt samfélag. Tölur sýna að 90% þeirra sem sitja í fangelsum á Íslandi eru karlmenn, um 70% þeirra sem fara í meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ eru karlmenn. Á Íslandi eru sjálfsvíg ungra karla tíð og þó nokkuð algengari en annars staðar á vesturlöndum. Hvers vegna eru svo margir ungir karlar svona illa staddir og hvað er til ráða? Slæm staða drengja veldur mér miklu hugarangri og gæti orðið eitt af stóru vandamálunum sem íslenskt samfélag þarf að takast á við á næstu árum. Hætt er við að mörg þúsund einstaklingar sem ljúka grunnskóla á næstu árum muni eiga erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi. Afleiðingarnar eru alvarlegar og margvíslegar, fyrir drengina sjálfa, ástvini þeirra og samfélagið allt. Við þurfum að greina ástæður þess að drengirnir okkar virðast í vaxandi mæli hvorki finna sig innan né utan skólakerfisins. Við getum ekki beðið endalaust og nú skiptir mestu að horfast í augu við staðreyndir og koma saman til að ræða stöðuna og leita lausna. Forseti getur sett slíkt mál á dagskrá. Nái ég kjöri mun ég gera það. Andleg heilsa og velferð hvers og eins eru forsenda heilbrigðs samfélags. Það er mér hjartans mál og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Jafnréttismál Halla Tómasdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð. Ávextir verkefnisins blómstra enn í dag í rekstri fyrirtækjanna sem urðu til, í tengslanetum kvenna frá þessum árum og síðast en ekki síst í krafti þeirra ungu stúlkna sem tóku þátt í FramtíðarAuðar hluta verkefnisins og deginum Dæturnar með í vinnuna. Mikilvægust finnst mér þó viðhorfsbreytingin sem varð með tilkomu þessa verkefnis. Fleiri áttuðu sig á því að virkjun kvenkraftsins er einfaldlega efnahagslegt framfaramál fyrir okkur öll. Ég trúi á kynjajafnvægi og tel að markmið okkar eigi að vera að virkja alla okkar krafta til gagns og góðra verka. Það er lykillinn að velsæld, friðsæld og sjálfbærri þróun samfélaga. Við eigum enn langt í land með að ná kynjajafnvægi í forystu fyrirtækja og þjóða, og megum ekki missa sjónar af því mikilvæga markmiði. En nú er jafnframt brýnt að beina sjónum að stöðu drengja og karla í okkar samfélagi þar sem ákveðinn vandi virðist vera kynbundinn. Rannsóknir sýna að 700-800 drengir ljúka grunnskólanámi á ári án þess að verða þokkalega læsir. Þeir geta jafnvel ekki parað saman myndir eða setningar. Þriðjungur fimmtán ára drengja er í þessari stöðu í dag, og er það tvöfalt hærra en hjá stúlkum í sama árgangi og hefur farið hækkandi síðustu ár. Brotthvarf ungra karla á aldrinum 18-24 ára úr námi og starfsþjálfun er mest hér á landi meðal Evrópuþjóða, eða um 22%. Þrír af hverjum tíu drengjum hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og einungis þriðjungur brautskrifaðra úr háskólum eru karlar. Sú staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum hefur þó ekki haft þau áhrif á að málið sé tekið föstum tökum. Við virðumst líka eiga Evrópumet í greiningum og notkun hegðunarlyfja og þriðjungur drengja og ungra karla horfir á klám á hverjum degi, 40% þeirra teljast stórneytendur. Áhyggjur af aukinni þátttöku ungra drengja í fjárhættuspilun hafa verið að koma fram, ekki síst hjá íþróttahreyfingunni. Hvað verður um þennan hóp drengja, hvar eru þeir og hver er staða þeirra? Ég tel mikilvægt að þessi mál séu krufinn til mergjar. Það gengur ekki að svo margir drengir finni sig ekki í þeim kerfum sem talið er að séu búin til og sniðin að þörfum þeirra. Það er hætta á að hluti þessa hóps muni upplifa sig jaðarsetta og finni ekki leiðina til þess að tilheyra íslensku samfélagi, leiti jafnvel í neyslu vímuefna, glæpa og vanvirkni. Því verður að afstýra. Margir ungir menn hafa á undanförnum árum látist um aldur fram vegna ofskömmtunar ýmissa vímuefna. Þar má minna á ópíóíðafaraldurinn, sem hefur ekki farið mjúkum höndum um íslenskt samfélag. Tölur sýna að 90% þeirra sem sitja í fangelsum á Íslandi eru karlmenn, um 70% þeirra sem fara í meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ eru karlmenn. Á Íslandi eru sjálfsvíg ungra karla tíð og þó nokkuð algengari en annars staðar á vesturlöndum. Hvers vegna eru svo margir ungir karlar svona illa staddir og hvað er til ráða? Slæm staða drengja veldur mér miklu hugarangri og gæti orðið eitt af stóru vandamálunum sem íslenskt samfélag þarf að takast á við á næstu árum. Hætt er við að mörg þúsund einstaklingar sem ljúka grunnskóla á næstu árum muni eiga erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi. Afleiðingarnar eru alvarlegar og margvíslegar, fyrir drengina sjálfa, ástvini þeirra og samfélagið allt. Við þurfum að greina ástæður þess að drengirnir okkar virðast í vaxandi mæli hvorki finna sig innan né utan skólakerfisins. Við getum ekki beðið endalaust og nú skiptir mestu að horfast í augu við staðreyndir og koma saman til að ræða stöðuna og leita lausna. Forseti getur sett slíkt mál á dagskrá. Nái ég kjöri mun ég gera það. Andleg heilsa og velferð hvers og eins eru forsenda heilbrigðs samfélags. Það er mér hjartans mál og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun