„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2024 19:01 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir krefjandi rekstrarumhverfi hafa kallað á hagræðingaraðgerðir með uppsögnum. Vísir/Sigurjón Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir. Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira