Óvissa um hvalveiðar í sumar en ráðgjöf Hafró óbreytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 13:31 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi. Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn. Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn.
Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira