Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 21:00 Guy Smit hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við KR. vísir/anton brink Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp. „Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
„Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira