Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Árni Sæberg skrifar 28. maí 2024 14:13 Mikill viðbúnaður var við Njarðvíkurhöfn. Aðsend Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Alvarlegt sjóslys varð þann 22. júlí í fyrra þegar tveir menn enduðu í sjónum út undan Njarðvíkurhöfn. Annar þeirra var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann í Fossvogi. Báturinn sökk og fannst daginn eftir Í atvikalýsingu í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að klukkan 19:41 hafi Vaktstöð siglinga borist tilkynning um tvo menn í sjónum um það bil 400 metra utan við Njarðvík. Þeir hafi verið á sundi. Hæsta viðbragð hafi þegar verið virkjað og björgunarbáturinn Njörður lagt af stað úr Grófinni í Keflavík klukkan 20:03. Klukkan 20:09 hafi áhöfn Njarðar komið að mönnunum, náð um borð og hafið þegar endurlífgun en þeir hafi þá báðir verið meðvitundarlausir. Annar hafi komist til meðvitundar en endurlífgun á hinum hafi verið haldið áfram meðan siglt var til Njarðvíkurhafnar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ beið. Hinum meðvitundarlausa hafi verið flogið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan endurlífgun var haldið áfram. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Báturinn hafi sokkið til botns og hans leitað af björgunarbátnum Stefni 7747 frá Björgunarsveitinni í Kópavogi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og rannsakendum RNSA. Vonin KE 10 frá köfunarþjónustu Sigurðar hafi verið notuð en um borð í henni sé neðansjávardróni af gerðinni Chasing M2 pro. Báturinn hafi fundist undir morgun þann 23. júlí og fluttur til rannsóknar hjá RNSA. Óskoðunarskyldur bátur en mikilvægt að fylgja leiðbeiningum Í skýrslunni segir að við skoðun á bátnum, sem hafi verið af gerðinni Flipper 515 HT, hafi komið í ljós að á honum væri 90 hestafla utanborðsmótor af gerðinni Mercury. Bátar af gerðinni Flipper 515 HT, sem ekki séu skoðunarskyldir, séu að hámarki gerðir fyrir 70 hestafla utanborðsmótora en 90 hestafla Mercury mótor sé um 60 kílóum þyngri en 70 hestafla. Þegar báturinn var hífður af hafsbotni hafi mótorinn verið í uppréttri stöðu, sem hafi líklegast orsakast af rafmagnssamslætti í handfangi bátsins. Báturinn hafi verið búinn að missa allt rafmagn en þegar hann var tengdur við rafmagn af rannsakendum hafi komið í ljós samsláttur sem lyfti mótornum. Stjórntæki bátsins hafi verið stjórnborðsmegin. Sætunum í bátnum hafi verið hægt að snúa aftur og sætið bakborðsmegin hafi snúið aftur en hitt snúið um það bil 90 gráður þegar báturinn var hífður af hafsbotni. Það sé í samræmi við frásögn þess sem komst lífs af. Eldsneytisgjöfin hafi verið í botni. Örin bendir á eldsneytisgjöf bátsins.RNSA Nokkur björgunarvesti um borð Í skýrslunni segir að um borð í bátnum hafi verið nokkur björgunarvesti og einn björgunarbúningur. Sá sem komst lífs af hafi verið klæddur gallabuxum, í stuttermabol og vinnuskyrtu þar utanyfir. Hann hafi einni verið í flíspeysu og úlpu. Hann hafi verið í Dunlop gúmmístígvélum. Hinn látni, sem var stjórnandi bátsins, hafi verið klæddur Jobman-buxum og bol innundir neoprene vöðlum. Hann hafi að auki verið klæddur Kinetic-vöðlujakka. Samkvæmt frásögn eftirlifandi bátsverja hafi stjórnandi bátsins ætlað að færa hann til þegar báturinn fór á botnkeyrslu, stefnið lyftist upp og afturendinn tók inn á sig sjó. Við það hafi stjórnandi bátsins henst fyrir borð en hinn fallið frá borði stuttu síðar. Báturinn hafi sokkið með skutinn á undan. Mennirnir hafi á þeim tíma báðir verið með meðvitund og geta kallast á en ekki greint orðaskil. Fólk í landi hafi orðið vart við mennina í sjónum og gert neyðarlínu viðvart. Út frá sjónarhorni sjónarvotta hafi verið hægt að áætla líklegasta staðinn þar sem báturinn sökk. Áfengi hafi mælst í blóði þess sem komst lífs af en í hinum látna hafi óverulegt magn áfengis greinst. Í niðurstöðukafla RNSA segir að nefndin telji að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekji athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum. Samgönguslys Landhelgisgæslan Reykjanesbær Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Alvarlegt sjóslys varð þann 22. júlí í fyrra þegar tveir menn enduðu í sjónum út undan Njarðvíkurhöfn. Annar þeirra var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann í Fossvogi. Báturinn sökk og fannst daginn eftir Í atvikalýsingu í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að klukkan 19:41 hafi Vaktstöð siglinga borist tilkynning um tvo menn í sjónum um það bil 400 metra utan við Njarðvík. Þeir hafi verið á sundi. Hæsta viðbragð hafi þegar verið virkjað og björgunarbáturinn Njörður lagt af stað úr Grófinni í Keflavík klukkan 20:03. Klukkan 20:09 hafi áhöfn Njarðar komið að mönnunum, náð um borð og hafið þegar endurlífgun en þeir hafi þá báðir verið meðvitundarlausir. Annar hafi komist til meðvitundar en endurlífgun á hinum hafi verið haldið áfram meðan siglt var til Njarðvíkurhafnar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ beið. Hinum meðvitundarlausa hafi verið flogið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan endurlífgun var haldið áfram. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Báturinn hafi sokkið til botns og hans leitað af björgunarbátnum Stefni 7747 frá Björgunarsveitinni í Kópavogi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og rannsakendum RNSA. Vonin KE 10 frá köfunarþjónustu Sigurðar hafi verið notuð en um borð í henni sé neðansjávardróni af gerðinni Chasing M2 pro. Báturinn hafi fundist undir morgun þann 23. júlí og fluttur til rannsóknar hjá RNSA. Óskoðunarskyldur bátur en mikilvægt að fylgja leiðbeiningum Í skýrslunni segir að við skoðun á bátnum, sem hafi verið af gerðinni Flipper 515 HT, hafi komið í ljós að á honum væri 90 hestafla utanborðsmótor af gerðinni Mercury. Bátar af gerðinni Flipper 515 HT, sem ekki séu skoðunarskyldir, séu að hámarki gerðir fyrir 70 hestafla utanborðsmótora en 90 hestafla Mercury mótor sé um 60 kílóum þyngri en 70 hestafla. Þegar báturinn var hífður af hafsbotni hafi mótorinn verið í uppréttri stöðu, sem hafi líklegast orsakast af rafmagnssamslætti í handfangi bátsins. Báturinn hafi verið búinn að missa allt rafmagn en þegar hann var tengdur við rafmagn af rannsakendum hafi komið í ljós samsláttur sem lyfti mótornum. Stjórntæki bátsins hafi verið stjórnborðsmegin. Sætunum í bátnum hafi verið hægt að snúa aftur og sætið bakborðsmegin hafi snúið aftur en hitt snúið um það bil 90 gráður þegar báturinn var hífður af hafsbotni. Það sé í samræmi við frásögn þess sem komst lífs af. Eldsneytisgjöfin hafi verið í botni. Örin bendir á eldsneytisgjöf bátsins.RNSA Nokkur björgunarvesti um borð Í skýrslunni segir að um borð í bátnum hafi verið nokkur björgunarvesti og einn björgunarbúningur. Sá sem komst lífs af hafi verið klæddur gallabuxum, í stuttermabol og vinnuskyrtu þar utanyfir. Hann hafi einni verið í flíspeysu og úlpu. Hann hafi verið í Dunlop gúmmístígvélum. Hinn látni, sem var stjórnandi bátsins, hafi verið klæddur Jobman-buxum og bol innundir neoprene vöðlum. Hann hafi að auki verið klæddur Kinetic-vöðlujakka. Samkvæmt frásögn eftirlifandi bátsverja hafi stjórnandi bátsins ætlað að færa hann til þegar báturinn fór á botnkeyrslu, stefnið lyftist upp og afturendinn tók inn á sig sjó. Við það hafi stjórnandi bátsins henst fyrir borð en hinn fallið frá borði stuttu síðar. Báturinn hafi sokkið með skutinn á undan. Mennirnir hafi á þeim tíma báðir verið með meðvitund og geta kallast á en ekki greint orðaskil. Fólk í landi hafi orðið vart við mennina í sjónum og gert neyðarlínu viðvart. Út frá sjónarhorni sjónarvotta hafi verið hægt að áætla líklegasta staðinn þar sem báturinn sökk. Áfengi hafi mælst í blóði þess sem komst lífs af en í hinum látna hafi óverulegt magn áfengis greinst. Í niðurstöðukafla RNSA segir að nefndin telji að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekji athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum.
Samgönguslys Landhelgisgæslan Reykjanesbær Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira