UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 17:00 United fékk sæti í Evrópudeildinni með bikarsigri helgarinnar. Michael Regan/Getty Image Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni. Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos. Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos.
Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía)
Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn