Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. maí 2024 13:59 Jónas Yngvi og Jóhanna voru á ferðalagi með Lionsklúbbnum Dynk í gær þegar slysið varð. Sjálf sluppu þau með skrekkinn en aðrir voru ekki jafn lánsamir. Vísir/Magnús Hlynur Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“ Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“
Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36