Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason skrifa 27. maí 2024 08:02 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun