Málfarslöggan verk sín vann Ari Páll Kristinsson skrifar 24. maí 2024 13:00 Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996).
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun