Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 08:09 Hlutfall karlmanna sem ekki fer í háskólanám eða hættir því er með því hæsta á Íslandi innan Evrópu. Vísir/Vilhelm Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024. Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024.
Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira