Kaupsamningum fjölgar en mikið ójafnvægi á leigumarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 06:50 Hafnarfjörður úr lofti. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði um 29 prósent frá fyrra ári og hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði hækkaði í öllum landshlutum í mars. Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira