Sker úr um hvort sáðlát yfir andlit með valdi sé nauðgun Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 14:11 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31