Sker úr um hvort sáðlát yfir andlit með valdi sé nauðgun Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 14:11 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31