Hendrik Hermannsson bráðkvaddur Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 11:50 Hendrik var sannkallaður gleðigjafi, veitingamaður af guðs náð og var brjálað að gera hjá honum. Hendrik hneig niður á mánudaginn og var þá allur. aðsend Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu. Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000. Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000.
Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24