Hendrik Hermannsson bráðkvaddur Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 11:50 Hendrik var sannkallaður gleðigjafi, veitingamaður af guðs náð og var brjálað að gera hjá honum. Hendrik hneig niður á mánudaginn og var þá allur. aðsend Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu. Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000. Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000.
Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24