Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2024 11:40 Ólafur Þ. Harðarson fer yfir niðurstöður könnunar Maskínu hinn 8. apríl þegar staðan var töluvert önnur en hún er samkvæmt nýjustu könnunum. Stöð 2/Arnar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. Átján kannanir hafa verið birtar frá 8. apríl um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Prósent birti þá nýjustu fyrir Morgunblaðið í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir mælist í fyrsta sinn með mesta fylgið í könnunum fyrirtækisins, með 22,1 prósent. Kannanir hafa sýnt að framistaða frambjóðenda í kapparæðum geta haft töluverð áhrif á fylgi þeirra frá degi til dags. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir er ekki langt undan með 19,7 prósent en tapar 6,3 prósentustigum frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, Halla Tómasdóttir með 16,2, Jón Gnarr 13,4 prósent og Arnar Þór Jónsson með sex prósent. Aðrir eru með um eða undir einu prósenti. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgið greinilega enn á mikilli hreyfingu. Búast megi við hreyfingum alveg fram á kjördag. „Það er auðvitað athylivert að Katrín er efst í fyrsta skipti hjá Prósent. En það sem vekur þó mesta athygli er hversu jafnt fylgið dreifist milli efstu frambjóðendanna. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir með í kringum tuttugu present,“ segir Ólafur. Ekki væri marktækur munur á Katrínu, Höllu Hrund og Baldri og Halla Tómasdóttir væri ekki langt undan. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að næsti forseti verði kjörinn með sögulega litlu fylgi.Stöð 2/Einar „Þannig að ef þessi könnun gengi eftir myndi það gerast í fyrsta skipti að forseti Íslands yrði kjörinn með innan við tuttugu og fimm prósent atkvæða,” segir Ólafur sem farið hefur fyrir kosningarannsóknum á Íslandi í áratugi. Vigdís Finnbogadóttir hefði í hennar fyrstu kosningum náð kjöri með 33 prósentum, Ólafur Ragnar Grímsson með 41 prósenti og Guðni Th. Jóhannesson með 39 prósentum. Ólafur segir greinilegt á könnunum að kjósendum lítist vel á þrjá til fjóra efstu frambjóðendur. Margir hefðu hins vegar hefðu átt von á að Katrín fengi meira fylgi. „Og mér sýnist öll gögn benda til þess að ástæðan fyrir því að hún er ekki hærri einfaldlega vera að margir kjósendur, einkanlega á vinstri vængnum, vilja ekki að hún verði forseti. Vegna þess að þeim líkar illa hennar þátttaka í stjórnmálum síðustu átta árin og núverandi ríkisstjórnarsamstarf,“ segir háskólaprófessorinn fyrrverandi. Þótt aðeins um tíu prósent væru óákveðnir í könnunum væri ekki hægt að túlka kannanir þannig að 90 prósent væru búin að ákveða sig endanlega. Fólk væri einungis að nefna þann sem því þætti líklegastur á því augnabliki sem spurt væri. „En við vitum frá eldri könnunum og kosningum að mjög margir þeirra munu skipta um skoðun fram á kjördag.“ Þannig að miðað við það erum við að fara að horfa upp á mjög spennandi kosningakvöld? „Miðað við þetta verður feiki spennandi kosningakvöld og úrslitin enn þá algerlega óráðin,” segir Ólafur Þ. Harðarson. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Átján kannanir hafa verið birtar frá 8. apríl um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Prósent birti þá nýjustu fyrir Morgunblaðið í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir mælist í fyrsta sinn með mesta fylgið í könnunum fyrirtækisins, með 22,1 prósent. Kannanir hafa sýnt að framistaða frambjóðenda í kapparæðum geta haft töluverð áhrif á fylgi þeirra frá degi til dags. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir er ekki langt undan með 19,7 prósent en tapar 6,3 prósentustigum frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, Halla Tómasdóttir með 16,2, Jón Gnarr 13,4 prósent og Arnar Þór Jónsson með sex prósent. Aðrir eru með um eða undir einu prósenti. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgið greinilega enn á mikilli hreyfingu. Búast megi við hreyfingum alveg fram á kjördag. „Það er auðvitað athylivert að Katrín er efst í fyrsta skipti hjá Prósent. En það sem vekur þó mesta athygli er hversu jafnt fylgið dreifist milli efstu frambjóðendanna. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir með í kringum tuttugu present,“ segir Ólafur. Ekki væri marktækur munur á Katrínu, Höllu Hrund og Baldri og Halla Tómasdóttir væri ekki langt undan. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að næsti forseti verði kjörinn með sögulega litlu fylgi.Stöð 2/Einar „Þannig að ef þessi könnun gengi eftir myndi það gerast í fyrsta skipti að forseti Íslands yrði kjörinn með innan við tuttugu og fimm prósent atkvæða,” segir Ólafur sem farið hefur fyrir kosningarannsóknum á Íslandi í áratugi. Vigdís Finnbogadóttir hefði í hennar fyrstu kosningum náð kjöri með 33 prósentum, Ólafur Ragnar Grímsson með 41 prósenti og Guðni Th. Jóhannesson með 39 prósentum. Ólafur segir greinilegt á könnunum að kjósendum lítist vel á þrjá til fjóra efstu frambjóðendur. Margir hefðu hins vegar hefðu átt von á að Katrín fengi meira fylgi. „Og mér sýnist öll gögn benda til þess að ástæðan fyrir því að hún er ekki hærri einfaldlega vera að margir kjósendur, einkanlega á vinstri vængnum, vilja ekki að hún verði forseti. Vegna þess að þeim líkar illa hennar þátttaka í stjórnmálum síðustu átta árin og núverandi ríkisstjórnarsamstarf,“ segir háskólaprófessorinn fyrrverandi. Þótt aðeins um tíu prósent væru óákveðnir í könnunum væri ekki hægt að túlka kannanir þannig að 90 prósent væru búin að ákveða sig endanlega. Fólk væri einungis að nefna þann sem því þætti líklegastur á því augnabliki sem spurt væri. „En við vitum frá eldri könnunum og kosningum að mjög margir þeirra munu skipta um skoðun fram á kjördag.“ Þannig að miðað við það erum við að fara að horfa upp á mjög spennandi kosningakvöld? „Miðað við þetta verður feiki spennandi kosningakvöld og úrslitin enn þá algerlega óráðin,” segir Ólafur Þ. Harðarson.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27
Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24