Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 12:01 Hvalavinir hafa ekki fengið veður af því að menn hafi verið ráðnir til Hvals hf. fyrir sumarvertíðina. Vísir/Arnar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreiðum til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn en enn hafa ekki borist svör við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. Hefð er fyrir því að vertíðin hefjist stuttu eftir sjómannadag, sem er 2. júní næstkomandi, og tíminn því naumur. Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sagði í viðtali við Morgunblaðið um miðjan apríl að ef ekki væri útséð um starfsleyfi væri ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að halda til veiða. „Það er mjög óþægilegt fyrir alla að það sé ekkert ennþá í hendi. Ég vona að ástæðan fyrir því að þetta taki svona langan tíma sé að það sé verið að vanda sig betur en var gert í fyrra, þegar Svandís tilkynnti degi fyrir veiðar að það yrði ekki veitt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina. Hún vísar þar til umdeildrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að fresta hvalveiðum sem hún tilkynnti 20. júní en veiðar áttu að hefjast daginn eftir. Valgerður segir ýmislegt benda til að ekki verði veitt í sumar. „Okkur grunar samt, miðað við hvernig allt lítur út, að það verði ekki veitt. Við höfum engar fregnir af því að Kristján hafi ráðið menn fyrir sumarvertíðina. Við höfum ýmsa heimildarmenn sem láta okkur vita þegar slíkt gerist,“ segir Valgerður. „Skipin, Hvalur átta og níu, hafa ekki verið dregin í slipp eins og er gert á vori hverju þegar veitt er. Það þarf að ditta að þessum skipum, sem eru orðin mjög gömul, fyrir vertíðina. Við erum að vona það besta, við erum að vona að það verði engin vertíð í sumar.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 „Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17. apríl 2024 19:34