Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum.
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnarlækni í deilum Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.