Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. maí 2024 18:25 Synjun Salome Zourabichvili forseta Georgíu mun líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meiri hluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. AP Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum. Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum.
Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33