Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2024 12:44 Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Ölfus segja bæjarstjórnina hafa tekið lýðræðislegan rétt af íbúum, og treysti þeim ekki til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Vísir/Arnar Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Í dag átti að fara fram atkvæðagreiðsla íbúa í Ölfusi um deiliskipulag fyrir fyrirhugaða grjótmulningsverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn. Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að fresta kosningunum um óákveðinn tíma. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, þar sem lýst var yfir áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum Heidelberg, er miðlægt í málinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, meirihlutinn í Ölfusi, sögðu ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Bréf First Water fylli málið vafa og óvissu, en vinnubrögðin séu furðuleg. Meirihlutinn treysti íbúum ekki til að mynda sér skoðun á verkefninu Ása Berglind Hjálmarsdóttir, og Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúar minnihlutans í Ölfusi, sögðu í aðsendri grein á Vísi í dag að verið væri að taka lýðræðislegan rétt af íbúum. Þær segjast ekki skilja á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggi ákvörðun sína. Það sé grafalvarlegt mál að fresta kosningum, og þau ætli að kanna hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Þær segja að meirihlutinn hafi talað niður til First Water „fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju.“ Áhyggjur snúi meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau noti í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Rökstuðningur liggi fyrir í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þær segja að ljóst sé að með frestun íbúakosninganna sé ljóst að meirihlutinn beri enga virðingu fyrir lýðræðinu og treysti ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Engar forsendur hafi breyst, það sjónarmið hafi alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu. First Water hafi stigið fram og aðeins bent á hið augljósa, og það ætti ekki að breyta neinu um fyrirhugaðar kosningar. Málið áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans Þá segja fulltrúar minnihlutans að ljóst hafi verið þegar ákvörðunin var tekin um að boða til bindandi kosninga, að skipulagsferli verkefnisins væri ekki lokið, og fyrirséð væri að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir að boðað hafi verið til kosninga. Nýjar upplýsingar sem litu dagsins ljós hefðu því ekki átt að koma í veg fyrir boðaða atkvæðagreiðslu. Þá vitna þær í orð formanns bæjarráðs Ölfuss, sem sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið barst frá First Water 15. maí, að hann treysti íbúum fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni eigin sannfæringu. Þær segja þetta greinilega greinilega ekki eiga lengur við og meirihlutinn treysti íbúum ekki til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17. maí 2024 20:14 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í dag átti að fara fram atkvæðagreiðsla íbúa í Ölfusi um deiliskipulag fyrir fyrirhugaða grjótmulningsverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn. Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að fresta kosningunum um óákveðinn tíma. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, þar sem lýst var yfir áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum Heidelberg, er miðlægt í málinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, meirihlutinn í Ölfusi, sögðu ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Bréf First Water fylli málið vafa og óvissu, en vinnubrögðin séu furðuleg. Meirihlutinn treysti íbúum ekki til að mynda sér skoðun á verkefninu Ása Berglind Hjálmarsdóttir, og Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúar minnihlutans í Ölfusi, sögðu í aðsendri grein á Vísi í dag að verið væri að taka lýðræðislegan rétt af íbúum. Þær segjast ekki skilja á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggi ákvörðun sína. Það sé grafalvarlegt mál að fresta kosningum, og þau ætli að kanna hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Þær segja að meirihlutinn hafi talað niður til First Water „fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju.“ Áhyggjur snúi meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau noti í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Rökstuðningur liggi fyrir í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þær segja að ljóst sé að með frestun íbúakosninganna sé ljóst að meirihlutinn beri enga virðingu fyrir lýðræðinu og treysti ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Engar forsendur hafi breyst, það sjónarmið hafi alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu. First Water hafi stigið fram og aðeins bent á hið augljósa, og það ætti ekki að breyta neinu um fyrirhugaðar kosningar. Málið áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans Þá segja fulltrúar minnihlutans að ljóst hafi verið þegar ákvörðunin var tekin um að boða til bindandi kosninga, að skipulagsferli verkefnisins væri ekki lokið, og fyrirséð væri að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir að boðað hafi verið til kosninga. Nýjar upplýsingar sem litu dagsins ljós hefðu því ekki átt að koma í veg fyrir boðaða atkvæðagreiðslu. Þá vitna þær í orð formanns bæjarráðs Ölfuss, sem sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið barst frá First Water 15. maí, að hann treysti íbúum fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni eigin sannfæringu. Þær segja þetta greinilega greinilega ekki eiga lengur við og meirihlutinn treysti íbúum ekki til að hafa vit fyrir sjálfum sér.
Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17. maí 2024 20:14 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17. maí 2024 20:14
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36