Þrjátíu ár fyrir árásina á mann þingforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 23:11 Skjáskot úr upptöku líkamsmyndavélar lögreglumanns sem kom á heimili Pelosi-hjónanna. Á myndinni sjást árásarmaðurinn (t.v.) og Paul Pelosi (t.h.) berjast um tak á hamri. Árásarmaðurinn sló Pelosi svo í höfuðið áður en lögreglumenn fengu rönd við reist. AP/Lögreglan í San Francisco Karlmaður sem réðst á eiginmann Nancy Pelosi, þáverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á heimili þeirra í San Francisco var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás og tilraun til mannráns Árásin átti sér stað aðeins viku fyrir þingkosningar í október 2022. David DePape, 44 ára gamall karlmaður, braust inn hjá Pelosi-hjónunum snemma morgun og réðst á Paul Pelosi með hamri. Pelosi, sem er nú 84 ára gamall, höfuðkúpubrotnaði. Eiginkona hans var í Washington-borg þegar árásin var gerð. Saksóknarar fóru fram á fjörutíu ára fangelsisdóm yfir DePape en alríkisdómari taldi refsingu hans hæfilega þrjátíu ár. DePape á einnig yfir höfði sér lífstíðardóm í Kaliforníu. DePape viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði ætlað að hneppa Nancy Pelosi í gíslingu. Saksóknarar sögðu hann drifinn áfram af öfgahægri samsæriskenningu sem hefur verið kennd við Qanon, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Paul Pelosi tókst að hafa samband við neyðarlínu þegar DePape sá ekki til. DePape sló hann í höfuðið með hamrinum áður en lögreglumenn náðu að yfirbuga hann. Í bréfi til dómstólsins lýsti Pelosi því að hann glímdi enn við afleiðingar árásarinnar. Hann væri með málmplötu í höfðinu og ætti erfitt með jafnvægi. Hann þjáist af varanlegum taugaskaða í vinstri hendi. Ýmsir áberandi fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa ítrekað haft árásina á Pelosi í flimtingum og jafnvel dreift stoðlausri samsæriskenningu um hana. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, tók einnig þátt í að dreifa slíkum samsæriskenningum. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31. janúar 2023 20:48 Myndband sýnir árásina á Pelosi Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. 27. janúar 2023 22:28 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Árásin átti sér stað aðeins viku fyrir þingkosningar í október 2022. David DePape, 44 ára gamall karlmaður, braust inn hjá Pelosi-hjónunum snemma morgun og réðst á Paul Pelosi með hamri. Pelosi, sem er nú 84 ára gamall, höfuðkúpubrotnaði. Eiginkona hans var í Washington-borg þegar árásin var gerð. Saksóknarar fóru fram á fjörutíu ára fangelsisdóm yfir DePape en alríkisdómari taldi refsingu hans hæfilega þrjátíu ár. DePape á einnig yfir höfði sér lífstíðardóm í Kaliforníu. DePape viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði ætlað að hneppa Nancy Pelosi í gíslingu. Saksóknarar sögðu hann drifinn áfram af öfgahægri samsæriskenningu sem hefur verið kennd við Qanon, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Paul Pelosi tókst að hafa samband við neyðarlínu þegar DePape sá ekki til. DePape sló hann í höfuðið með hamrinum áður en lögreglumenn náðu að yfirbuga hann. Í bréfi til dómstólsins lýsti Pelosi því að hann glímdi enn við afleiðingar árásarinnar. Hann væri með málmplötu í höfðinu og ætti erfitt með jafnvægi. Hann þjáist af varanlegum taugaskaða í vinstri hendi. Ýmsir áberandi fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa ítrekað haft árásina á Pelosi í flimtingum og jafnvel dreift stoðlausri samsæriskenningu um hana. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, tók einnig þátt í að dreifa slíkum samsæriskenningum.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31. janúar 2023 20:48 Myndband sýnir árásina á Pelosi Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. 27. janúar 2023 22:28 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31. janúar 2023 20:48
Myndband sýnir árásina á Pelosi Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. 27. janúar 2023 22:28
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23