Heilsa íslenskrar þjóðar, samofin framþróun í læknisfræði á Íslandi Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 17. maí 2024 07:31 Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar