Heilsa íslenskrar þjóðar, samofin framþróun í læknisfræði á Íslandi Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 17. maí 2024 07:31 Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan dag íslenska læknisins 17.maí, á fæðingardegi Bjarna Pálssonar (1719-1779) fyrsta sérmenntaða læknisins á Íslandi. Íslendingar eiga frumkvöðlum á borð við Bjarna Pálssyni mikið að þakka, sem sótt hafa í aldanna rás nýja læknisþekkingu frá virtustu háskólum heims og flutt til Íslands, landi og þjóð til heilla og framdráttar. Íslendingar eru svo gæfusamir að flesta sérhæfða læknisþjónustu er hægt að fá á Íslandi, í stað þess að þurfa að sækja hana erlendis með ærnum tilkostnaði og óþægindum fyrir sjúklinga, slíkt er ekki sjálfgefið. Áframhaldandi uppbygging sérhæfðrar læknisþjónustu verður áfram mikilvæg íslenska heilbrigðiskerfinu og ávallt hagkvæm fjárfesting fyrir íslenskt samfélag, en mikið getur sparast með innleiðingu nýrra meðferðarmöguleika við alvarlegum sjúkdómum á Íslandi. Félag sjúkrahúslækna var stofnað 18. janúar 2018, sem aðildarfélag í Læknafélagi Íslands og telur tæplega 500 sérfræðilæknar sem starfa flestir á heilbrigðistofnunum landsins. Hlutverk félagsins er að gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna, standa vörð um símenntun og rannsóknarstarf lækna ásamt því að stuðla að framþróun í læknisfræði og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknar í Félagi sjúkrahúslækna búa margir yfir mikilli reynslu sem er jafnfram svo sérhæfð að viðkomandi læknisþjónustu er eingöngu hægt að veita innan veggja Landspítalans. Stjórnvöld verða að skilja að eigi Landspítalinn áfram að gegna sínu lykilhlutverki, með aðgengi að bestu læknismeðferðum sem völ er á, þarf fjárhagslegan stöðugleika í rekstri auk viðunandi starfsskilyrða fyrir lækna. Í aukinni samkeppni um sérfræðilækna með eftirsótta sérkunnáttu, verða opinberar heilbrigðisstofnari að geta boðið læknum sínum sambærileg launakjör og eru í boði annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson hóf störf sem læknir á Íslandi og gríðarleg framþróun orðið innan læknisfræðinnar á liðnum árum. Íslendingar hafa komið vel út úr flestum mælistikum er varða heilsu þjóðar, en þó má ekki sofna á verðinum. Mikilvægt er að stjórnvöld hlusti vel á ráðleggingar íslenskra lækna varðandi mótun heilbrigðiskerfisins. Óvissa í heilbrigðismálum síðustu ár hefur valdið því að mikill fjöldi íslenskra sérfræðilækna hefur ákveðið að starfa áfram erlendis að loknu sérnámi. Til að viðhalda framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og heilsu þjóðarinnar, ætti að vera algjört forgangsmál stjórnvalda að skapa aðlaðandi starfsumhverfi svo að þessir læknar velji að snúi aftur heim – Ísland þarf nauðsynlega á kröftum þeirra og þekkingu að halda inní framtíðina. Sjálfur hef ég aldrei efast um ákvörðun mína að gerast læknir, þó það sé oft krefjandi að standa vaktina alla daga ársins á öllum tímum sólarhringsins í erfiðum aðstæðum, eru það um leið einstök forréttindi að fá að lækna og líkna.Læknar eru kjarninn í íslenska heilbrigðiskerfinu, í fremstu víglínu þegar alvarlegir sjúkdómar dynja á Íslendingum, bera þungan af erfiðum ákvörðunum og marka stefnuna, við getum verið stoltir af okkar framlagi í þágu íslenskrar þjóðar. Til hamingju með daginn íslenskir læknar! Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun