Þróun ES-30 flugvélarinnar flutt frá Svíþjóð til Kaliforníu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2024 17:44 ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm eintökum. Icelandair er aðili að fagráðsvettvangi um þróun flugvélarinnar. Heart Aerospace Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu. Í tilkynningu félagsins segir að þessi nýja stefnumörkun komi þegar fyrirtækið búi sig núna undir að hefja prófanir á vélbúnaði ES-30 flugvélarinnar. Rannsóknar- og þróunarmiðstöðin í Los Angeles muni einbeita sér að þróun á tvinnhreyflakerfi hennar og annarri lykiltækni. Þá muni fyrirtækið flytja prufueintak, sem búið er að gera af vélinni í fullri stærð, frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Til að leiða miðstöðina hefur Heart Aerospace ráðið Benjamin Stabler, sem meðal annars hefur stýrt vélbúnaðar- og hugbúnaðarteymi hjá SpaceX. Hann hafði áður byggt upp fyrirtækið Parallel Systems, sem þróaði sjálfakandi rafdrifna vöruflutningavagna. Segist Heart Aerospace fá mikla reynslu með komu hans. Flugdrægi ES-30 þykir sniðið að innanlandsleiðum á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í farþegaflug árið 2028.Teikning/Heart Aerospace Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, segir Los Angeles augljósan kost fyrir rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í ljósi ríkar sögu borgarinnar og Kaliforníu í nýsköpun. Höfuðstöðvar Heart Aerospace verði áfram í Gautaborg. Haft er eftir Forslund að stefnt sé að fyrsta raffluginu á næsta ári og að sótt verði um tegundarvottun árið 2028. ES-30 flugvélin er þróuð fyrir styttri flugleiðir. Gert er ráð fyrir að flugdrægi hennar á rafmagni verði 200 kílómetrar en tvinn-eiginleikar auki drægið upp í 400 kílómetra. Heart Aerospace hefur þegar fengið 250 pantanir í flugvélina, með valréttum og kauprétti fyrir aðrar 120 flugvélar. Þá hefur félagið hefur einnig viljayfirlýsingar um 191 flugvél til viðbótar. Icelandair er í hópi flugfélaga sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup á vélinni og miðar við að fá fimm slíkar í innanlandsflugið en félagið er aðili að fagráðsvettvangi um þróun hennar. Ráðamenn Icelandair hafa sagt að þeir telji raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Tækni Orkuskipti Loftslagsmál Icelandair Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Í tilkynningu félagsins segir að þessi nýja stefnumörkun komi þegar fyrirtækið búi sig núna undir að hefja prófanir á vélbúnaði ES-30 flugvélarinnar. Rannsóknar- og þróunarmiðstöðin í Los Angeles muni einbeita sér að þróun á tvinnhreyflakerfi hennar og annarri lykiltækni. Þá muni fyrirtækið flytja prufueintak, sem búið er að gera af vélinni í fullri stærð, frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Til að leiða miðstöðina hefur Heart Aerospace ráðið Benjamin Stabler, sem meðal annars hefur stýrt vélbúnaðar- og hugbúnaðarteymi hjá SpaceX. Hann hafði áður byggt upp fyrirtækið Parallel Systems, sem þróaði sjálfakandi rafdrifna vöruflutningavagna. Segist Heart Aerospace fá mikla reynslu með komu hans. Flugdrægi ES-30 þykir sniðið að innanlandsleiðum á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að hún verði tilbúin í farþegaflug árið 2028.Teikning/Heart Aerospace Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, segir Los Angeles augljósan kost fyrir rannsóknar- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í ljósi ríkar sögu borgarinnar og Kaliforníu í nýsköpun. Höfuðstöðvar Heart Aerospace verði áfram í Gautaborg. Haft er eftir Forslund að stefnt sé að fyrsta raffluginu á næsta ári og að sótt verði um tegundarvottun árið 2028. ES-30 flugvélin er þróuð fyrir styttri flugleiðir. Gert er ráð fyrir að flugdrægi hennar á rafmagni verði 200 kílómetrar en tvinn-eiginleikar auki drægið upp í 400 kílómetra. Heart Aerospace hefur þegar fengið 250 pantanir í flugvélina, með valréttum og kauprétti fyrir aðrar 120 flugvélar. Þá hefur félagið hefur einnig viljayfirlýsingar um 191 flugvél til viðbótar. Icelandair er í hópi flugfélaga sem skrifað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup á vélinni og miðar við að fá fimm slíkar í innanlandsflugið en félagið er aðili að fagráðsvettvangi um þróun hennar. Ráðamenn Icelandair hafa sagt að þeir telji raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Tækni Orkuskipti Loftslagsmál Icelandair Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33