Úr húsvarðarstarfi í atvinnumennsku Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2024 08:00 Einar Bragi átti viðburðarríka viku í meira lagi. Vísir/Einar Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis. Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti