Halla þótti standa sig best Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2024 10:05 Halla Tómasdóttir stóð sig best í kappræðunum á RÚV á dögunum. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði þar sem spurt var hvaða frambjóðendur áhorfendum fannst standa sig best í kappræðunum. Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur og hökuðu flestir við Höllu Tómasdóttur. Í sömu könnun kemur fram að 39 prósent þjóðarinnar hafi horft á kappræðurnar, 28 prósent að hluta en 33 prósent horfðu ekki. Flestum eða 53 prósent svarenda fannst Halla Tómasdóttir standa sig best, 42 prósent völdu Baldur Þórhallsson, 40 prósent Katrínu Jakobsdóttur, 27 prósent Jón Gnarr, 23 prósent Höllu Hrund Logadóttur, 20 prósent Arnar Þór Jónsson, 16 prósent Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, 10 prósent Viktor Traustason, 6 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Helgu Erlu Þórisdóttur, 2 prósent Ástþór Magnússon Wium og 1 prósent Eirík Inga Jóhannsson. Halla Tómasdóttir, lengst til vinstri, þótti standa sig best í kappræðunum á RÚV þann 3. maí.Ungar athafnakonur Þegar horft er til búsetu þá fannst marktækt fleirum í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur Halla Tómasdóttir standa sig best. Marktækt fleirum í Reykjavík en annars staðar á landinu fannst Jón Gnarr standa sig best. Marktækt fleirum á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum fannst Halla Hrund Logadóttir standa sig best og marktækt fleirum á landsbyggðinni fannst Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir standa sig best heldur en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gögnum var safnað frá 7. til 12. maí en um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið var 2500 einstaklingar átján ára og eldri en svarhlutfall var 51,2 prósent. Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði þar sem spurt var hvaða frambjóðendur áhorfendum fannst standa sig best í kappræðunum. Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur og hökuðu flestir við Höllu Tómasdóttur. Í sömu könnun kemur fram að 39 prósent þjóðarinnar hafi horft á kappræðurnar, 28 prósent að hluta en 33 prósent horfðu ekki. Flestum eða 53 prósent svarenda fannst Halla Tómasdóttir standa sig best, 42 prósent völdu Baldur Þórhallsson, 40 prósent Katrínu Jakobsdóttur, 27 prósent Jón Gnarr, 23 prósent Höllu Hrund Logadóttur, 20 prósent Arnar Þór Jónsson, 16 prósent Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, 10 prósent Viktor Traustason, 6 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Helgu Erlu Þórisdóttur, 2 prósent Ástþór Magnússon Wium og 1 prósent Eirík Inga Jóhannsson. Halla Tómasdóttir, lengst til vinstri, þótti standa sig best í kappræðunum á RÚV þann 3. maí.Ungar athafnakonur Þegar horft er til búsetu þá fannst marktækt fleirum í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur Halla Tómasdóttir standa sig best. Marktækt fleirum í Reykjavík en annars staðar á landinu fannst Jón Gnarr standa sig best. Marktækt fleirum á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum fannst Halla Hrund Logadóttir standa sig best og marktækt fleirum á landsbyggðinni fannst Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir standa sig best heldur en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gögnum var safnað frá 7. til 12. maí en um er að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið var 2500 einstaklingar átján ára og eldri en svarhlutfall var 51,2 prósent. Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira