Héraðssaksóknari lagði fram nítján kröfur, skattrannsóknarstjóri sjö og lögreglustjórinn á Suðurnesjum eina. Aðeins einni kröfu var hafnað en fjórar voru teknar til greina að hluta.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.
Kröfur um símahlustanir sem lagðar voru fram fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur voru 294 á sama tímabili. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram 277 kröfur en héraðssaksóknari sautján.
Þremur kröfum var hafnað og fimm teknar til greina að hluta.
„Alls hafa 16 úrskurðir er varða símahlustun verið kærðir til Landsréttar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í 13 málum eða 81% tilfella.
Alls hafa 5 úrskurðir er varða húsleit verið kærðir til Landsréttar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í einu máli eða 20% tilfella,“ segir svörunum.