Mynda þurfti ríkisstjórn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista. Mikilvægt þótti að hægt yrði að mynda ríkisstjórn sem hefði þingmeirihluta að baki sér en frá árinu 1942 hafði utanþingsstjórn setið vegna þess að stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun. Ekki sízt þar sem Framsóknarflokkurinn hafði útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn þar sem sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir leiðréttingu atkvæðavægis sem kom framsóknarmönnum afar illa. Við þetta bættist að hin mesta hneisa þótti að lýðveldið hefði verið stofnað þá um sumarið með utanþingsstjórn við völd. Varð það til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins töldu rétt að sýna þá ábyrgð að íhuga stjórnarsamstarf sem væri fyrsti kostur hvorugs aðila og hefði við aðrar aðstæður ekki komið til greina. Binda þyrfti endi á stjórnarkreppuna sem getið hefði af sér utanþingsstjórnina. Vangaveltur uppi um utanþingsstjórn Haustið 2017 að loknum þingkosningum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir þeirri stöðu að ekki yrði einfalt að mynda ríkisstjórn. Kosið hafði einnig verið ári fyrr og tekið langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir vikið voru jafnvel uppi vangaveltur um það hvort til þess gæti mögulega komið að utanþingsstjórn yrði skipuð. Ekki hjálpaði að ýmsir stjórnmálaflokkar, þar á meðal VG, höfðu útilokað samstarf við tiltekna flokka. Fór svo að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpan þingmeirihluta sem sprakk síðan nokkrum mánuðum síðar. Fyrir vikið taldi forysta VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur að ekki væri ábyrgt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir kosningarnar 2017. Fyrsti kosturinn var að reyna að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri sem reyndist ekki mögulegt. Talið var fyrir vikið að láta yrði reyna á hinn möguleikann í stöðunni. Samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG. Hvorki forystumenn Sjálfstæðisflokksins né VG litu á samstarfið sem fyrsta kost frekar en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins 1944. Hins vegar þyrfti að mynda ríkisstjórn líkt og þá. Fjórum árum síðar reyndist staðan litlu betri og samstarfið því endurnýjað. Tryggja þurfti starfhæfa ríkisstjórn Frá því að stjórnarsamstarfið við VG hófst fyrst 2017 hefur forysta Sjálfstæðisflokksins setið undir mikilli gagnrýni úr röðum sjálfstæðismanna fyrir það að nánast ekkert af stefnumálum flokksins hafi náð fram að ganga. Á sama tíma hefur forysta VG verið sökuð um það sama úr röðum vinstri grænna. Hvort tveggja getur eðli málsins samkvæmt ekki verið rétt. Vitanlega hefur allajafna verið farinn einhver millivegur. Ég átti samtal við Katrínu um stjórnarmyndunina 2017 þegar hún var í gangi. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var sannarlega ekki óskastjórn hennar og hún gerði sér grein fyrir því að það myndi sæta gagnrýni ef af því yrði en á sama tíma tók hún þá ábyrgð stjórnmálamanna mjög alvarlega að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim efnivið sem kosningarnar hefðu skilað sem bauð hins vegar ekki upp á marga kosti. Katrín hafði á orði að ekki væri hægt að bjóða kjósendum upp á það að kjósa á hverju ári. Stjórnmálamenn yrðu að rísa undir ábyrgð sinni í þeim efnum og það vildi hún gera. Katrín hefur sagt að hún sé vel meðvituð um það að hún sé umdeild sem er einfaldlega afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Það er enda það sem forystumenn þurfa að geta gert. Þar á meðal forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar