Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 17:09 Ronja og hundurinn Úlfur Tiro. Hann er í lagi en sjálfsvirðingin aðeins moluð eftir viðureignina við hina grimmu álft. aðsend Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. „Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja. Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
„Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja.
Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira