Garðbæingur á ímyndunarbömmer í Nígeríu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:02 Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver. Ef ég verð mikið veik er kannski einhver sem sér það og kemur mér á sjúkrahús þar sem ég fæ lágmarks þjónustu. En bara ef ég hitti einhvern sem vill, nennir og getur hjálpað mér. Svo þarf ég að fara í gegnum 3 bæi frá svefnstaðnum mínum 3 x í viku til þess að tilkynna mig þarlendum yfirvöldum af ástæðu sem er mér ekki alveg kunn. Ég skil ekkert hvað fólkið í kringum mig er að segja. En ég vil frekar deyja en að fara aftur heim til Íslands. Svona er samt staða 3 kvenna á Íslandi í dag.Og vafalaust fleiri. Það er óboðlegt. Mér finnst líka erfitt að ímynda mér að vera í vinnunni og mitt starf er m.a að elta konu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að þvinga hana burt. Hún berst um, hún felur sig, hún grætur. Örvæntingin er áþreifanleg og sýnileg. Og hún gerði s.s ekki neitt annað en að vera hérna. En það er mitt starf að koma henni úr landi. Ég elti hana. Ég geri allt sem ég get til að finna leið til að koma henni héðan. Og þurfi ég að beita valdi þá geri ég það. Það eru mögulega reglur einhversstaðar sem segja að ég megi þetta. Gefi mér heimild. Þetta er jú vinnan mín. Og ég er rugl góð í vinnunni minni. Svona er samt staða fjölda fólks á Íslandi í dag. Rosalega margra. Og það er óboðlegt. Mannréttindi eru réttindi okkar allra og á þeim skal aldrei gefa afslátt. Aldrei. Höfundur er framkvæmdastjóri Pírata og Garðbæingur.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun