Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:22 Semaglutide var upphaflega notað gegn sykursýki. Vísir/EPA Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira