Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 18:18 Davíð Torfi segir mikið ánægjuefni að taka þetta skref. Aðsend Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. „Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela. Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
„Það er okkur mikið ánægjuefni að taka þetta skref í dag og við höfum fundið fyrir miklum áhuga á skráningu Íslandshótela á markað frá því að undirbúningur hófst. Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Í tilkynningu kemur fram að til sölu séu 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7 prósent af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þúsund krónum til 20 milljóna króna og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 milljónir króna. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs í samræmi við áætlun Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024. Þá kemur einnig fram að uppgjör fyrsta ársfjórðungs hefur verið birt og er það í samræmi við áætlanir félagsins. 21 prósent tekjuvöxtur var á tímabilinu en velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 2,97 milljarðar króna samanborið við 2,45 milljarða króna fyrir sama tímabil 2023. Þá var EBITDA 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023, en það er í takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðasveiflu greinarinnar. „Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Fram undan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast. Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi. Opinn kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 10:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela.
Kauphöllin Hótel á Íslandi Íslandshótel Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun