Þurfi að gera úrbætur en ástandið verið ýkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 16:00 Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir hjá MAST segir að stofnunin fylgist með bæ í Borgarfirði og að bændur þar fari að kröfum stofnunarinnar um velferð dýra. Þeim hafi verið gert að fækka fé en ekki fyrr en í haust. Vísir/Sara Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira