Almannahagsmunir, fúsk eða spilling? Brynjar Níelsson skrifar 13. maí 2024 10:40 Úthlutun borgarinnar á gæðum, sem felst í byggingarrétti olíufélaganna á lóðum borgarinnar, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið. Þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni en fór á flug þegar yfirstjórn RÚV neitaði að birta umfjöllun fréttamanns Kveiks um málið í fyrirhuguðum Kveiksþætti. Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik. Þar á bæ hafa menn vitað lengi að þögnin er besta aðferðin til að forðast óþægindi. Þögn er gulls ígildi, eins og segir í kvæðinu, en hún á ekki við um almannaútvarp sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum. Ástæða er þó til að hrósa sérstaklega ritstjóra Kastljóss fyrir að birta þessa umfjöllun. Það eru tvær spurningar sem brenna á almenningi. Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik. Ráðstöfun eigna almennings Nú er það svo að þeir sem fara með almannaeigur er óheimilt að ráðstafa þeim nema endurgjald komi í staðinn eða í þágu almannahagsmuna. Fréttaskýring brottrekna Kveiksfréttamannsins var í þeim tilgangi að grafast fyrir um ástæður og rök fyrir þessum gjörningi og hvort og hvaða endurgjald kom fyrir eða hvaða almannahagsmunir réttlættu hann. Segjast verður eins og er að fyrrverandi borgarstjóri gat litlu svarað og almenningur er litlu nær um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þótt bensínið sé löngu búið á tanknum. Hann er samt alltaf bestur áður en byrjar að tala. Ekki var það til bóta þegar formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna, sem er Pírati, en sá flokkur hefur gefið það út að hann beiti sér fyrir heiðarleika og gegn spillingu. Formaðurinn kemur gjarnan inn í umræðuna eins og geimvera sem millilenti óvart á jörðinni. Blaðrar eitthvað óskiljanlegt og sundurlaust og virðist hafa lært eitt orð á íslensku, hið vinsæla orð upplýsingaóreiða, sem einkum er notað af þeim sem hafa málað sig út í horn og geta engu svarað. Ástæða er til að benda formanni umhverfis-og skipulagsráði borgarinnar á að það skiptir engu máli í umræðunni hvort olíufélögin hafi heimild til að byggja 500 eða 700 íbúðir á lóðunum, heldur hvort borgin hafi afhent tugmilljarða verðmæti til einkaaðila án endurgjalds. Þögn RÚV Framganga RÚV í þessu máli vekur furðu og tortryggni. Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma. Það var mikilvægur gjörningur til að rétta af fjárhag opinbera hlutafélagsins í Efstaleitinu. Einhverra hluta vegna var það ekki fréttaefni á sínum tíma og dugði ekki til að vekja áhuga okkar fjölmörgu faglegu rannsóknarblaðamanna. Meðvitundarleysi okkar helstu spillingarsérfræðinga Þögn okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi. Ef það hefði verið annar meirihluti við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessir menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti. Höfundur gegnir sérverkefnum fyrir íslensk yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Ríkisútvarpið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Úthlutun borgarinnar á gæðum, sem felst í byggingarrétti olíufélaganna á lóðum borgarinnar, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið. Þessi umræða er ekki alveg ný af nálinni en fór á flug þegar yfirstjórn RÚV neitaði að birta umfjöllun fréttamanns Kveiks um málið í fyrirhuguðum Kveiksþætti. Þótti fréttaskýringin svo illa unnin að ekki voru önnur ráð en að reka fréttamanninn með áður óþekktum skætingi og niðurlægingu. Yfirstjórn RÚV hefur ekki enn fært nokkur rök fyrir skorti á fagmennsku og vankunnáttu fréttamannsins í rannsóknarblaðamennsku, sem mun vera skýringin á brottrekstrinum og að umfjöllunin var ekki birt á Kveik. Þar á bæ hafa menn vitað lengi að þögnin er besta aðferðin til að forðast óþægindi. Þögn er gulls ígildi, eins og segir í kvæðinu, en hún á ekki við um almannaútvarp sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum. Ástæða er þó til að hrósa sérstaklega ritstjóra Kastljóss fyrir að birta þessa umfjöllun. Það eru tvær spurningar sem brenna á almenningi. Annars vegar hvers vegna borgaryfirvöld afhenda þessi gæði til olíufélaganna endurgjaldslaust að því virðist og hins vegar af hverju yfirstjórn RÚV reynir að þagga niður umfjöllun um málið í Kveik. Ráðstöfun eigna almennings Nú er það svo að þeir sem fara með almannaeigur er óheimilt að ráðstafa þeim nema endurgjald komi í staðinn eða í þágu almannahagsmuna. Fréttaskýring brottrekna Kveiksfréttamannsins var í þeim tilgangi að grafast fyrir um ástæður og rök fyrir þessum gjörningi og hvort og hvaða endurgjald kom fyrir eða hvaða almannahagsmunir réttlættu hann. Segjast verður eins og er að fyrrverandi borgarstjóri gat litlu svarað og almenningur er litlu nær um þennan gjafagjörning af hálfu borgarinnar. Ekki batnaði málflutningur borgarstjórans fyrrverandi eftir að umfjöllunin birtist í Kastljósi, sem var meira og minna skítkast í garð fréttamannsins í stað þess að rökstyðja þennan gjörning. Borgarstjórinn fyrrverandi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta látið dæluna ganga endalaust þótt bensínið sé löngu búið á tanknum. Hann er samt alltaf bestur áður en byrjar að tala. Ekki var það til bóta þegar formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar blandaði sér í umræðuna, sem er Pírati, en sá flokkur hefur gefið það út að hann beiti sér fyrir heiðarleika og gegn spillingu. Formaðurinn kemur gjarnan inn í umræðuna eins og geimvera sem millilenti óvart á jörðinni. Blaðrar eitthvað óskiljanlegt og sundurlaust og virðist hafa lært eitt orð á íslensku, hið vinsæla orð upplýsingaóreiða, sem einkum er notað af þeim sem hafa málað sig út í horn og geta engu svarað. Ástæða er til að benda formanni umhverfis-og skipulagsráði borgarinnar á að það skiptir engu máli í umræðunni hvort olíufélögin hafi heimild til að byggja 500 eða 700 íbúðir á lóðunum, heldur hvort borgin hafi afhent tugmilljarða verðmæti til einkaaðila án endurgjalds. Þögn RÚV Framganga RÚV í þessu máli vekur furðu og tortryggni. Yfirstjórn RÚV hefur tekið þann pól í hæðina að reyna þegja málið í hel. Menn hafa leitað skýringa og bent á hagsmunatengsl yfirstjórnar RÚV og meirihlutans í borginni og pólitísks samkrulls þar á milli. Hvað sem því líður er til merkileg skýrsla ríkisendurskoðanda frá 2019 um opinbera hlutafélagið RÚV ohf. Fyrir utan umfjöllun um óráðsíu í rekstrinum, ógjaldfærni og ósjálfbærni er fjallað um gjafagjörning borgarinnar til RÚV er snertir lóðina í Efstaleiti, sem nam um einum og hálfum milljarði 2015 á verðlagi þess tíma. Það var mikilvægur gjörningur til að rétta af fjárhag opinbera hlutafélagsins í Efstaleitinu. Einhverra hluta vegna var það ekki fréttaefni á sínum tíma og dugði ekki til að vekja áhuga okkar fjölmörgu faglegu rannsóknarblaðamanna. Meðvitundarleysi okkar helstu spillingarsérfræðinga Þögn okkar helstu spillingarsérfræðinga vekur ekki síður furðu. Ekkert hefur heyrst í Illuga Jökuls, Hallgrími Helga, Atla Þór Fanndal, sem var lengi hjá samtökum sem barðist gegn spillingu, eða Þorvaldi Gylfasyni, sem gjarnan kveða upp dóma um spillingu með upphrópunum án þess að þekkja nokkuð til mála. Læðist að manni sá grunur að þessir sérfræðingar í spillingu annarra hafi ekki nokkurn áhuga á spillingu yfirhöfuð nema þegar umræðan gagnist þeim í pólitískum tilgangi. Ef það hefði verið annar meirihluti við stjórn borgarinnar á þessum tíma væru þessir menn búnir að krefjast óháðrar rannsóknarnefndar og jafnvel lögreglurannsóknar. Verst er að útvarpið í almannaþágu skuli vera í aðalhlutverki í þessu leikriti. Höfundur gegnir sérverkefnum fyrir íslensk yfirvöld.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar