Duchenne-samtökin mótmæla harðlega fyrirhugaðri brottvísun tólf ára gamals palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en rætt verður við drenginn og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Miklar sviptingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda í nýrri könnun. Við förum yfir hana og ræðum einnig við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni í beinni um stöðuna á Reykjanesskaga. Þá heyrum við í þjálfara sem furðar sig á veðmálastarfsemi í kringum íþróttaleiki barna og ungmenna.
Við heyrum einnig í Júróvisíon-spekingi um siglingu Ísraela í veðbönkum, kíkjum á svokallaðan bangsalækni og verðum í beinni frá Gufunesi þar sem verið er að opna nýja sjósundsaðstöðu.
Í Sportpakkanum verður meðal annars rætt við framkvæmdastjóra HSÍ sem harmar grafalvarlega stöðu í afrekssjóði.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.