Fylgjast grannt með gangi mála Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. maí 2024 21:48 Fjárhundur sem komst í lamb sem hafði drepist í sauðburði. Hægra meginn er lamb sem hafði flækst í girðingunni. Aðsend/Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54