Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 13:38 Lambið var flækt í girðinguna. Myndin er tekin í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00
Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04