Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2024 07:00 Stórveldaslagur í kvöld. Halil Sagirkaya/Getty Images Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. Félögin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur. Bæjarar misstu af Þýskalandsmeistaratitlinum sem þeir hafa haft í áskrift á meðan Real vann spænska meistaratitilinn. Þá gætu þjálfarar liðanna vart verið ólíkari. Ljósið í myrkrinu Það má segja að Meistaradeildin sé haldreipi Bæjara í ár en það hefur lítið annað gengið upp á leiktíðinni. Eftir að verða Þýskalandsmeistari 11 ár í röð þá þurfti Bayern að horfa á eftir titlinum til Bayer Leverkusen sem þjálfað er af fyrrum leikmanni liðsins, Xabi Alonso. Þá féll Bayern úr leik gegn C-deildarliði Saarbrücken í þýska bikarnum. Tók titilinn af Bayern.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Markahrókurinn sem ekkert vinnur [Eða hvað? ] Þrátt fyrir að mikið grín hafi verið gert að vistaskiptum Harry Kane til Þýskalands og ofnæmi hans fyrir verðlaunapeningum þá verður Kane seint sagður hafa ekki staðið við sitt. Hinn þrítugi Kane hefur komið að marki í leik í Meistaradeildinni. Til þessa hefur hann spilað 11 leiki, skoraði 8 mörk og gefið 3 stoðsendingar. Í deildinni hefur hann spilað 32 leiki, skorað 36 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í bikarnum þar sem hann lék einn leik og komst ekki á blað. Skorar og skorar en getur hann unnið titil?Jose Breton/Getty Images Tommi Taktík Thomas Tuchel hefur líkt og Kane ítrekað fengið það óþvegið úr öllum áttum. Hann hefur verið sakaður um að flækja hlutina alltof mikið og hugsa meira um taktík heldur en liðið sem hann er með í höndunum. Tuchel gerði garðinn frægan hjá Borussia Dortmund og gerði liðið að bikarmeisturum áður en hann færði sig yfir til stjörnuliðs París Saint-Germain. Þar vann hann frönsku deildina í tvígang sem og franska bikarinn og franska deildarbikarinn. Tuchel tókst hins vegar ekki að vinna Meistaradeild Evrópu og þá var hann sakaður um að hafa svo í taugarnar á forráðamönnum PSG að hann var látinn fara. Þaðan fór hann til Chelsea þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu sem og Ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Gengið heima fyrir var hins vegar ekki nægilega gott og hann var látinn fara. Fær seint verðlaun fyrir fataval.Silas Schueller/Getty Images Hann tók við Bayern á síðustu leiktíð, varð meistari með herkjum og hefur nú að því virðist pirrað forráðamenn liðsins ásamt því að tapa þýska meistaratitlinum í hendur annars liðs. Hann gæti þó unnið Meistaradeildina það er óvíst hvort það dugi til að halda honum í starfi. Hátíðarhöld í Madríd Á meðan allt gengur á afturfótunum heima fyrir hjá Bayern þá eru Spánarmeistarar Real Madríd í sjöunda himni. Jude Bellingham hefði vart getað byrjað betur og það virðist sem liðið sé loksins að fá Kylian Mbappé í sínar raðir í sumar. Þessir ná einkar vel saman.EPA-EFE/Kiko Huesca Ofan á það er Real komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að slá út Manchester City, liðið sem pakkaði því saman í undanúrslitum árið áður. Samvinna > Einstaklingar + Töframaður á hliðarlínunni Þegar Karim Benzema yfirgaf Real þá var talið að liðið myndi sækja sér nýjan hreinræktaðan senter. Carlo Ancelotti þjálfari vildi fá Harry Kane en fékk þess í stað Jude Bellingham. Í stað þess að fara í fýlu þá gerði Ancelotti það sem hann gerir best, stillti upp í tígulmiðju og sigldi titlinum heim. Að öllu gríni slepptu þá hefur Ancelotti í allan vetur sýnt af hverju hann er einn af færustu þjálfurum heims. Hann hefur vissulega verið gagnrýndur fyrir að standa sig betur í Evrópu en í deildarkeppnum og sú gagnrýni á rétt á sér af skoðaður er hversu fáum sinnum - miðað við liðin sem hann hefur þjálfað – hann hefur orðið landsmeistari. Vel klæddur að venju.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images En í ár stendur upp úr hvað hann hefur haldið trú Real á lífi þrátt að Joselu sé í raun eini hreinræktaði senter liðsins og Real missti tvo lykilmenn í langtíma meiðsli snemma á tímabilinu. Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur verið fjarri góðu gamni nær allt tímabilið sem og brasilíski miðvörðurinn Éder Militão sleit krossband og hefur lítið sem ekkert verið með. Þá hefur David Alaba verið að glíma við meiðsli líkt og svo oft áður. Þá verður seint sagt að Ancelotti sé umdeildur líkt og Tuchel en Ítalinn virðist vera gríðarlega vel liðinn enda mikill leikmanna-þjálfari. Það sama verður ekki sagt um Tuchel sem á það til að henda leikmönnum undir rútuna frægu. Stóra spurningin er nú, hvor hefur betur í kvöld? Leikur Real og Bayern hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Sjá meira
Félögin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur. Bæjarar misstu af Þýskalandsmeistaratitlinum sem þeir hafa haft í áskrift á meðan Real vann spænska meistaratitilinn. Þá gætu þjálfarar liðanna vart verið ólíkari. Ljósið í myrkrinu Það má segja að Meistaradeildin sé haldreipi Bæjara í ár en það hefur lítið annað gengið upp á leiktíðinni. Eftir að verða Þýskalandsmeistari 11 ár í röð þá þurfti Bayern að horfa á eftir titlinum til Bayer Leverkusen sem þjálfað er af fyrrum leikmanni liðsins, Xabi Alonso. Þá féll Bayern úr leik gegn C-deildarliði Saarbrücken í þýska bikarnum. Tók titilinn af Bayern.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Markahrókurinn sem ekkert vinnur [Eða hvað? ] Þrátt fyrir að mikið grín hafi verið gert að vistaskiptum Harry Kane til Þýskalands og ofnæmi hans fyrir verðlaunapeningum þá verður Kane seint sagður hafa ekki staðið við sitt. Hinn þrítugi Kane hefur komið að marki í leik í Meistaradeildinni. Til þessa hefur hann spilað 11 leiki, skoraði 8 mörk og gefið 3 stoðsendingar. Í deildinni hefur hann spilað 32 leiki, skorað 36 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í bikarnum þar sem hann lék einn leik og komst ekki á blað. Skorar og skorar en getur hann unnið titil?Jose Breton/Getty Images Tommi Taktík Thomas Tuchel hefur líkt og Kane ítrekað fengið það óþvegið úr öllum áttum. Hann hefur verið sakaður um að flækja hlutina alltof mikið og hugsa meira um taktík heldur en liðið sem hann er með í höndunum. Tuchel gerði garðinn frægan hjá Borussia Dortmund og gerði liðið að bikarmeisturum áður en hann færði sig yfir til stjörnuliðs París Saint-Germain. Þar vann hann frönsku deildina í tvígang sem og franska bikarinn og franska deildarbikarinn. Tuchel tókst hins vegar ekki að vinna Meistaradeild Evrópu og þá var hann sakaður um að hafa svo í taugarnar á forráðamönnum PSG að hann var látinn fara. Þaðan fór hann til Chelsea þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu sem og Ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Gengið heima fyrir var hins vegar ekki nægilega gott og hann var látinn fara. Fær seint verðlaun fyrir fataval.Silas Schueller/Getty Images Hann tók við Bayern á síðustu leiktíð, varð meistari með herkjum og hefur nú að því virðist pirrað forráðamenn liðsins ásamt því að tapa þýska meistaratitlinum í hendur annars liðs. Hann gæti þó unnið Meistaradeildina það er óvíst hvort það dugi til að halda honum í starfi. Hátíðarhöld í Madríd Á meðan allt gengur á afturfótunum heima fyrir hjá Bayern þá eru Spánarmeistarar Real Madríd í sjöunda himni. Jude Bellingham hefði vart getað byrjað betur og það virðist sem liðið sé loksins að fá Kylian Mbappé í sínar raðir í sumar. Þessir ná einkar vel saman.EPA-EFE/Kiko Huesca Ofan á það er Real komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að slá út Manchester City, liðið sem pakkaði því saman í undanúrslitum árið áður. Samvinna > Einstaklingar + Töframaður á hliðarlínunni Þegar Karim Benzema yfirgaf Real þá var talið að liðið myndi sækja sér nýjan hreinræktaðan senter. Carlo Ancelotti þjálfari vildi fá Harry Kane en fékk þess í stað Jude Bellingham. Í stað þess að fara í fýlu þá gerði Ancelotti það sem hann gerir best, stillti upp í tígulmiðju og sigldi titlinum heim. Að öllu gríni slepptu þá hefur Ancelotti í allan vetur sýnt af hverju hann er einn af færustu þjálfurum heims. Hann hefur vissulega verið gagnrýndur fyrir að standa sig betur í Evrópu en í deildarkeppnum og sú gagnrýni á rétt á sér af skoðaður er hversu fáum sinnum - miðað við liðin sem hann hefur þjálfað – hann hefur orðið landsmeistari. Vel klæddur að venju.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images En í ár stendur upp úr hvað hann hefur haldið trú Real á lífi þrátt að Joselu sé í raun eini hreinræktaði senter liðsins og Real missti tvo lykilmenn í langtíma meiðsli snemma á tímabilinu. Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur verið fjarri góðu gamni nær allt tímabilið sem og brasilíski miðvörðurinn Éder Militão sleit krossband og hefur lítið sem ekkert verið með. Þá hefur David Alaba verið að glíma við meiðsli líkt og svo oft áður. Þá verður seint sagt að Ancelotti sé umdeildur líkt og Tuchel en Ítalinn virðist vera gríðarlega vel liðinn enda mikill leikmanna-þjálfari. Það sama verður ekki sagt um Tuchel sem á það til að henda leikmönnum undir rútuna frægu. Stóra spurningin er nú, hvor hefur betur í kvöld? Leikur Real og Bayern hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Sjá meira