„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 15:05 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona sem gerði innslagið í þættinum. Vísir Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24