Örlætisgjörningur ríkislögreglustjóra til tals á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 16:08 Þórhildur Sunna vildi vita hvort Guðrún Hafsteinsdóttir ætlaði að beita sér fyrir því að þessar 500 milljónir sem Haraldur Johannessen gaf verði eltar? Hún spurði fyrir hönd ríkissjóðs. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sótti að Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á þingi nú fyrir stundu og spurði hana hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að rannsókn yrði gerð á örlætisgjörningi Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra. „Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra. Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
„Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra.
Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06