Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 15:59 Halla Hrund segir ólíka aðila hafa komið sínu sterkt á framfæri á meðan hún gegndi embætti orkumálastjóra. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig. Halla Hrund var spurð í Pallborðinu hvort það skipti máli hvaða afstöðu forseti tæki á hinum og þessum málum. Það kom til tals að margir viti ekki almennilega fyrir hvað Halla Hrund stendur þrátt fyrir mikla fylgisaukningu nýverið. Klippa: „Ég varð fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum“ „Auðvitað er forsetakjör mjög persónulegt að því leyti að þú ert í rauninni að stíga fram sem manneskja og fólk hefur eðlilega hugsanir og vill fá að vita um þín gildi, sýn og annað,“ sagði Halla. Halla sagði mikilvægt að koma heiðarlega fram og kynnast kjósendum landsins en að embætti forseta Íslands væri þó ekki pólitískt embætti. Því væri ákveðin fjarlægð frá einstaka málefnum nauðsynleg. „Eðlilega er fólk að spyrja á fundum um einstaka afstöður. Þar finnst mér mikilvægt að koma fram af heilindum og deila með fólki hvaða sýn ég hef á ólíka hluti en takandi það fram að forsetaembættið er ekki embætti sem vinnur í pólitík. forseti þarf að hafa fjarlægð frá pólitískri umræðu. Hann er ekki að stíga inn í einstaka mál,“ segir Halla. Þrýstingur frá ráðherrum Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Halla Hrund tók þátt í kappræðum Heimildarinnar. Halla var þráspurð um hvort stjórnmálamenn hefðu beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóra og sérstaklega vísað til orkumálaráðherra. Helgi Seljan, annar þáttastjórnenda, endurtók spurninguna fimm sinnum án þess að Halla hafi svara spurningunni beint. Af hverju viltu ekki svara þessu? „Auðvitað er það þannig að í öllum stórum embættum þar sem eru margir hagsmunir undir að það er eðlilegt að það séu stórir og ólíkir hagsmunir sem takast á. Aðilar sem eru í slíkum embættum þurfa að geta tekið á móti þeim hagsmunum, hlustað á þá og tekið síðan ákvarðanir í samræmi við lög og annað. Það er þannig sem ég hef unnið sem orkumálastjóri,“ sagði Halla. Hún var þá aftur innt eftir beinu svari en sagði að henni fyndist þetta ekki vera spurning þar sem maður útlistaði hvað þessi sagði og hinn. Það væri ekki hlutverk slíks embættis. „Ólíkir aðilar úr stjórnmálum, ólíkir aðilar úr viðskiptalífi, ólíkir aðilar úr hagaðilasamtökum og öðru eðlilega koma sínum málum sterkt á framfæri. Það gerist akkúrat þegar mikið er undir. Þess vegna mun þessi reynsla nýtast mér ákaflega vel í samhengi við embætti forseta Íslands. Þar sem að getur reynt á nákvæmlega sömu þætti,“ sagði Halla loks. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Orkumál Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. 4. maí 2024 12:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Halla Hrund var spurð í Pallborðinu hvort það skipti máli hvaða afstöðu forseti tæki á hinum og þessum málum. Það kom til tals að margir viti ekki almennilega fyrir hvað Halla Hrund stendur þrátt fyrir mikla fylgisaukningu nýverið. Klippa: „Ég varð fyrir þrýstingi úr ólíkum áttum“ „Auðvitað er forsetakjör mjög persónulegt að því leyti að þú ert í rauninni að stíga fram sem manneskja og fólk hefur eðlilega hugsanir og vill fá að vita um þín gildi, sýn og annað,“ sagði Halla. Halla sagði mikilvægt að koma heiðarlega fram og kynnast kjósendum landsins en að embætti forseta Íslands væri þó ekki pólitískt embætti. Því væri ákveðin fjarlægð frá einstaka málefnum nauðsynleg. „Eðlilega er fólk að spyrja á fundum um einstaka afstöður. Þar finnst mér mikilvægt að koma fram af heilindum og deila með fólki hvaða sýn ég hef á ólíka hluti en takandi það fram að forsetaembættið er ekki embætti sem vinnur í pólitík. forseti þarf að hafa fjarlægð frá pólitískri umræðu. Hann er ekki að stíga inn í einstaka mál,“ segir Halla. Þrýstingur frá ráðherrum Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Halla Hrund tók þátt í kappræðum Heimildarinnar. Halla var þráspurð um hvort stjórnmálamenn hefðu beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóra og sérstaklega vísað til orkumálaráðherra. Helgi Seljan, annar þáttastjórnenda, endurtók spurninguna fimm sinnum án þess að Halla hafi svara spurningunni beint. Af hverju viltu ekki svara þessu? „Auðvitað er það þannig að í öllum stórum embættum þar sem eru margir hagsmunir undir að það er eðlilegt að það séu stórir og ólíkir hagsmunir sem takast á. Aðilar sem eru í slíkum embættum þurfa að geta tekið á móti þeim hagsmunum, hlustað á þá og tekið síðan ákvarðanir í samræmi við lög og annað. Það er þannig sem ég hef unnið sem orkumálastjóri,“ sagði Halla. Hún var þá aftur innt eftir beinu svari en sagði að henni fyndist þetta ekki vera spurning þar sem maður útlistaði hvað þessi sagði og hinn. Það væri ekki hlutverk slíks embættis. „Ólíkir aðilar úr stjórnmálum, ólíkir aðilar úr viðskiptalífi, ólíkir aðilar úr hagaðilasamtökum og öðru eðlilega koma sínum málum sterkt á framfæri. Það gerist akkúrat þegar mikið er undir. Þess vegna mun þessi reynsla nýtast mér ákaflega vel í samhengi við embætti forseta Íslands. Þar sem að getur reynt á nákvæmlega sömu þætti,“ sagði Halla loks.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Orkumál Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. 4. maí 2024 12:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00
Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. 4. maí 2024 12:10