„Við vissum að við þyrftum að þjást“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. maí 2024 20:51 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Tindastóll náði í sín fyrstu stig í Bestu deildinni á þessu tímabili eftir 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum kampa kátur að leik loknum. „Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“ Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“
Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti