„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 19:21 Gylfi Arnar Ísleifsson og Þormar Ómarsson eru eigendur Papa's Pizza. Vísir/Einar Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira