Hagnaður Landsbankans nam 7,2 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 12:55 Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram tilkynningu frá Landsbankanum þar sem fjallað er um uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar kemur einnig fram að: Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%. Vaxtamunur heimila var 2% og helst stöðugur. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 2,7 milljarðar króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfara á Reykjanesskaga. Kostnaðarhlutfall er 33,6% samanborið við 33,3% á fyrsta fjórðungi ársins 2023. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,9% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,7% heildarkröfu um eiginfjárgrunn. Í mars lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og var heildareftirspurn rúmlega sexföld. Bankinn lauk í mars við útboð tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2, annars vegar óverðtryggðan flokk að fjárhæð 3 milljarðar króna og hins vegar verðtryggðan flokk að fjárhæð 12 milljarðar króna. Á aðalfundi bankans þann 19. apríl 2024 var samþykkt að bankinn greiði arð til hluthafa að fjárhæð 16,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,70 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2023. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 munu því samtals nema 191,7 milljörðum króna. Í janúar var greint frá því að fimmta árið í röð var ánægja viðskiptavina á bankamarkaði mest með þjónustu Landsbankans, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2023. Í byrjun apríl tilkynnti S&P um hækkun lánshæfismats bankans í BBB +/A-2 með stöðugum horfum. Náttúruhamfarir helsta ástæða fyrir minni arðsemi Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að það sé merkur áfangi að efnahagsreikningur Landsbankans sé nú orðinn yfir 2.000 milljarðar króna að stærð sem sé tvöföldun frá stofnefnahagsreikningi bankans árið 2008. „Efnahagsreikningurinn hefur stækkað jafnt og þétt og á fyrsta fjórðungi þessa árs nam aukningin tæplega 72 milljörðum króna. Stækkandi efnahagsreikningur gerir okkur kleift að styðja enn betur við atvinnulíf og íslenskt samfélag. Öflug útlánastarfsemi er grundvallarþáttur í rekstri bankans. Á þessu ári hefur verið lítil aukning í íbúðalánum en meira um endurfjármögnun. Fyrirtækjalán jukust jafnt og þétt og alls nam aukning þeirra á fjórðungnum um 30 milljörðum króna.“ Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Einar Þá segir hún fjármögnun bankans hafa gengið sérlega vel á fjórðungnum. „Við gáfum bæði út víkjandi skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð 15 milljarðar króna og 300 milljóna evru skuldabréf, í báðum tilfellum á góðum kjörum. Nú í apríl fengum við þau ánægjulegu tíðindi að alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefði hækkað lánshæfismat bankans.“ Lilja segir arðsemi bankans eilítið gefa eftir sem sé þó nálægt langtímamarkmiði. Helsta ástæðan fyrir lægri arðsemi sé sú að bankinn hafi aukið varúðarframlag á fjórðungnum vegna náttúruvárinnar í Grindavík. „Það er mikilvægt að bankinn hafi efnahagslegan styrk til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna og geti áfram stutt við viðskiptavini sína í Grindavík, líkt og hingað til. Við búumst við að heildararðsemin á þessu ári rétti sig af og verði yfir markmiði bankans. Þá er rétt að benda á að nýjar kröfur Seðlabanka Íslands um bindiskyldu verða til þess að Landsbankinn mun eiga um 35 milljarða króna á vaxtalausum reikningi hjá Seðlabankanum, sem er aukning um 50% frá fyrri kröfu. Kostnaðaraukinn er einn milljarður á ári fyrir bankann.“ Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar. Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu. Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbankinn Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram tilkynningu frá Landsbankanum þar sem fjallað er um uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar kemur einnig fram að: Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%. Vaxtamunur heimila var 2% og helst stöðugur. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 2,7 milljarðar króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfara á Reykjanesskaga. Kostnaðarhlutfall er 33,6% samanborið við 33,3% á fyrsta fjórðungi ársins 2023. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,9% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,7% heildarkröfu um eiginfjárgrunn. Í mars lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og var heildareftirspurn rúmlega sexföld. Bankinn lauk í mars við útboð tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2, annars vegar óverðtryggðan flokk að fjárhæð 3 milljarðar króna og hins vegar verðtryggðan flokk að fjárhæð 12 milljarðar króna. Á aðalfundi bankans þann 19. apríl 2024 var samþykkt að bankinn greiði arð til hluthafa að fjárhæð 16,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,70 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2023. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 munu því samtals nema 191,7 milljörðum króna. Í janúar var greint frá því að fimmta árið í röð var ánægja viðskiptavina á bankamarkaði mest með þjónustu Landsbankans, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2023. Í byrjun apríl tilkynnti S&P um hækkun lánshæfismats bankans í BBB +/A-2 með stöðugum horfum. Náttúruhamfarir helsta ástæða fyrir minni arðsemi Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að það sé merkur áfangi að efnahagsreikningur Landsbankans sé nú orðinn yfir 2.000 milljarðar króna að stærð sem sé tvöföldun frá stofnefnahagsreikningi bankans árið 2008. „Efnahagsreikningurinn hefur stækkað jafnt og þétt og á fyrsta fjórðungi þessa árs nam aukningin tæplega 72 milljörðum króna. Stækkandi efnahagsreikningur gerir okkur kleift að styðja enn betur við atvinnulíf og íslenskt samfélag. Öflug útlánastarfsemi er grundvallarþáttur í rekstri bankans. Á þessu ári hefur verið lítil aukning í íbúðalánum en meira um endurfjármögnun. Fyrirtækjalán jukust jafnt og þétt og alls nam aukning þeirra á fjórðungnum um 30 milljörðum króna.“ Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Einar Þá segir hún fjármögnun bankans hafa gengið sérlega vel á fjórðungnum. „Við gáfum bæði út víkjandi skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð 15 milljarðar króna og 300 milljóna evru skuldabréf, í báðum tilfellum á góðum kjörum. Nú í apríl fengum við þau ánægjulegu tíðindi að alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefði hækkað lánshæfismat bankans.“ Lilja segir arðsemi bankans eilítið gefa eftir sem sé þó nálægt langtímamarkmiði. Helsta ástæðan fyrir lægri arðsemi sé sú að bankinn hafi aukið varúðarframlag á fjórðungnum vegna náttúruvárinnar í Grindavík. „Það er mikilvægt að bankinn hafi efnahagslegan styrk til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna og geti áfram stutt við viðskiptavini sína í Grindavík, líkt og hingað til. Við búumst við að heildararðsemin á þessu ári rétti sig af og verði yfir markmiði bankans. Þá er rétt að benda á að nýjar kröfur Seðlabanka Íslands um bindiskyldu verða til þess að Landsbankinn mun eiga um 35 milljarða króna á vaxtalausum reikningi hjá Seðlabankanum, sem er aukning um 50% frá fyrri kröfu. Kostnaðaraukinn er einn milljarður á ári fyrir bankann.“ Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar. Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu. Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023. Fréttin hefur verið uppfærð.
Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar. Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu. Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023.
Landsbankinn Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira