Hagnaður Landsbankans nam 7,2 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 12:55 Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram tilkynningu frá Landsbankanum þar sem fjallað er um uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar kemur einnig fram að: Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%. Vaxtamunur heimila var 2% og helst stöðugur. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 2,7 milljarðar króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfara á Reykjanesskaga. Kostnaðarhlutfall er 33,6% samanborið við 33,3% á fyrsta fjórðungi ársins 2023. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,9% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,7% heildarkröfu um eiginfjárgrunn. Í mars lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og var heildareftirspurn rúmlega sexföld. Bankinn lauk í mars við útboð tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2, annars vegar óverðtryggðan flokk að fjárhæð 3 milljarðar króna og hins vegar verðtryggðan flokk að fjárhæð 12 milljarðar króna. Á aðalfundi bankans þann 19. apríl 2024 var samþykkt að bankinn greiði arð til hluthafa að fjárhæð 16,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,70 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2023. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 munu því samtals nema 191,7 milljörðum króna. Í janúar var greint frá því að fimmta árið í röð var ánægja viðskiptavina á bankamarkaði mest með þjónustu Landsbankans, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2023. Í byrjun apríl tilkynnti S&P um hækkun lánshæfismats bankans í BBB +/A-2 með stöðugum horfum. Náttúruhamfarir helsta ástæða fyrir minni arðsemi Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að það sé merkur áfangi að efnahagsreikningur Landsbankans sé nú orðinn yfir 2.000 milljarðar króna að stærð sem sé tvöföldun frá stofnefnahagsreikningi bankans árið 2008. „Efnahagsreikningurinn hefur stækkað jafnt og þétt og á fyrsta fjórðungi þessa árs nam aukningin tæplega 72 milljörðum króna. Stækkandi efnahagsreikningur gerir okkur kleift að styðja enn betur við atvinnulíf og íslenskt samfélag. Öflug útlánastarfsemi er grundvallarþáttur í rekstri bankans. Á þessu ári hefur verið lítil aukning í íbúðalánum en meira um endurfjármögnun. Fyrirtækjalán jukust jafnt og þétt og alls nam aukning þeirra á fjórðungnum um 30 milljörðum króna.“ Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Einar Þá segir hún fjármögnun bankans hafa gengið sérlega vel á fjórðungnum. „Við gáfum bæði út víkjandi skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð 15 milljarðar króna og 300 milljóna evru skuldabréf, í báðum tilfellum á góðum kjörum. Nú í apríl fengum við þau ánægjulegu tíðindi að alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefði hækkað lánshæfismat bankans.“ Lilja segir arðsemi bankans eilítið gefa eftir sem sé þó nálægt langtímamarkmiði. Helsta ástæðan fyrir lægri arðsemi sé sú að bankinn hafi aukið varúðarframlag á fjórðungnum vegna náttúruvárinnar í Grindavík. „Það er mikilvægt að bankinn hafi efnahagslegan styrk til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna og geti áfram stutt við viðskiptavini sína í Grindavík, líkt og hingað til. Við búumst við að heildararðsemin á þessu ári rétti sig af og verði yfir markmiði bankans. Þá er rétt að benda á að nýjar kröfur Seðlabanka Íslands um bindiskyldu verða til þess að Landsbankinn mun eiga um 35 milljarða króna á vaxtalausum reikningi hjá Seðlabankanum, sem er aukning um 50% frá fyrri kröfu. Kostnaðaraukinn er einn milljarður á ári fyrir bankann.“ Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar. Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu. Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbankinn Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kemur fram tilkynningu frá Landsbankanum þar sem fjallað er um uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar kemur einnig fram að: Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%. Vaxtamunur heimila var 2% og helst stöðugur. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 2,7 milljarðar króna. Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfara á Reykjanesskaga. Kostnaðarhlutfall er 33,6% samanborið við 33,3% á fyrsta fjórðungi ársins 2023. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,9% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,7% heildarkröfu um eiginfjárgrunn. Í mars lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og var heildareftirspurn rúmlega sexföld. Bankinn lauk í mars við útboð tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2, annars vegar óverðtryggðan flokk að fjárhæð 3 milljarðar króna og hins vegar verðtryggðan flokk að fjárhæð 12 milljarðar króna. Á aðalfundi bankans þann 19. apríl 2024 var samþykkt að bankinn greiði arð til hluthafa að fjárhæð 16,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,70 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2023. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 munu því samtals nema 191,7 milljörðum króna. Í janúar var greint frá því að fimmta árið í röð var ánægja viðskiptavina á bankamarkaði mest með þjónustu Landsbankans, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2023. Í byrjun apríl tilkynnti S&P um hækkun lánshæfismats bankans í BBB +/A-2 með stöðugum horfum. Náttúruhamfarir helsta ástæða fyrir minni arðsemi Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að það sé merkur áfangi að efnahagsreikningur Landsbankans sé nú orðinn yfir 2.000 milljarðar króna að stærð sem sé tvöföldun frá stofnefnahagsreikningi bankans árið 2008. „Efnahagsreikningurinn hefur stækkað jafnt og þétt og á fyrsta fjórðungi þessa árs nam aukningin tæplega 72 milljörðum króna. Stækkandi efnahagsreikningur gerir okkur kleift að styðja enn betur við atvinnulíf og íslenskt samfélag. Öflug útlánastarfsemi er grundvallarþáttur í rekstri bankans. Á þessu ári hefur verið lítil aukning í íbúðalánum en meira um endurfjármögnun. Fyrirtækjalán jukust jafnt og þétt og alls nam aukning þeirra á fjórðungnum um 30 milljörðum króna.“ Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Einar Þá segir hún fjármögnun bankans hafa gengið sérlega vel á fjórðungnum. „Við gáfum bæði út víkjandi skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð 15 milljarðar króna og 300 milljóna evru skuldabréf, í báðum tilfellum á góðum kjörum. Nú í apríl fengum við þau ánægjulegu tíðindi að alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefði hækkað lánshæfismat bankans.“ Lilja segir arðsemi bankans eilítið gefa eftir sem sé þó nálægt langtímamarkmiði. Helsta ástæðan fyrir lægri arðsemi sé sú að bankinn hafi aukið varúðarframlag á fjórðungnum vegna náttúruvárinnar í Grindavík. „Það er mikilvægt að bankinn hafi efnahagslegan styrk til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna og geti áfram stutt við viðskiptavini sína í Grindavík, líkt og hingað til. Við búumst við að heildararðsemin á þessu ári rétti sig af og verði yfir markmiði bankans. Þá er rétt að benda á að nýjar kröfur Seðlabanka Íslands um bindiskyldu verða til þess að Landsbankinn mun eiga um 35 milljarða króna á vaxtalausum reikningi hjá Seðlabankanum, sem er aukning um 50% frá fyrri kröfu. Kostnaðaraukinn er einn milljarður á ári fyrir bankann.“ Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar. Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu. Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023. Fréttin hefur verið uppfærð.
Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024 Rekstur: Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023. Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023. Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023. Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023. Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins. Efnahagur: Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar. Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu. Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti. Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023.
Landsbankinn Rekstur hins opinbera Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira