Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 11:11 Hérastubbur opnaði dyr sínar á ný í dag. Vísir/Vilhelm Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu. Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum. Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum.
Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira